Leita í fréttum mbl.is

Eitt og annað

Góðan dag

Það er víst best að reyna að helda bjögunarstörfunum áfram. Ætla ekki að gefast alveg upp á þessu blessaða bloggi.

Það hefur svosem verið frekar lítið að gerast í þessari viku, fór reyndar á landsleikinn í gær og sá Íslendinga leggja N- Íra í frekar leiðinlegum leik. Svo hefur vikan svosem bara liðið í því sama og venjulega, skóli og læra. Þó svo reyndar að finni sér mjög oft eitthvað annað að gera heldur en að læra, t.a.m í gær þurkaði ég af öllu inni hjá mér og setti í TVÆR þvottavélar. Merkilegt nokk! ;)

Hef fylgst svolítið með umræðunni um leikskóla málin hérna í höfuðborginni undanfarið og verð bara að segja eins og er að ég furða mig á viðbrögðum minnihlutans í borginni við hugmyndum Þorgjörgar Helgu Vigfúsdóttur um að fá einkaaðila í auknu mæli að rekstri leikskóla. Mér er bara spurn; hvað er eiginlega að því? Við höfum góð dæmi um einkareknaleikskóla sem hafa bara gegnið mjög vel og verið til fyrirmyndar, ekki heyrir maður allavega mikið af umkvörtunum frá starfsfólki  á leikskólum Hjallastefnunfar. Auðvitað veit ég að við einkavæðum ekki bara leikskólana, kviss, bang búmm,  en ég tel að innkoma einkaaðila á þennan markað geri ekkert nema að bæta þjónustuna.

En að örðu. Nú kl 16:00 stíg ég uppí flugvél og flýg austur á land. Tilgangurinn með þessari ferð er að fara á Seyðisfjörð og taka þar þátt í SUS-þingi sem þar hefst á föstudag. Og mikið asskoti hlakka ég til. Þetta verður bara fjör, fullt af skemmtilegu fólki, málefnastarf og svo verður þetta allt saman toppað á Laugardaginn með balli með Todmobil í Herðubreið, allir að koma þangað..

Enn allavega ég er farinn að pakka....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband