Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Vinstri beygja....

Þá er það orðið ljóst. Innann fárra daga sest við völd vinstristjórn, reyndar minnihlutastjórn sem nýtur hlutleysis framsóknar. Þetta eru að mínu mati alveg hreint skelfileg tíðindi fyrir Íslenska þjóð. Þær vinstristjórnir sem hingað til hafa setið hafa ekki gert það svo gott. Hafa reyndar yfirleitt náð að klára kjörtímabilið, enda hafa Íslenskir vinstrimenn aldrei geta komið sér saman um neitt nema að vera ósamála.

Steingrímur J. ákvað í gærkvöldi, þegar það hentaði honum, að slá Þjóðstjórnar möguleikann útafborðinu og bar fyrir sig að hann gæti ekki séð að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gætu unnið saman eftir skeyta sendingar milli flokkana í gær. Ákaflega merkileg afstaða, ekki kannski síst í ljósi þess að Steingrímur sjálfur hefur verið iðin við að senda Samfylkingunni tóninn, en það hins vegar kemur ekki í veg fyrir að hann treysti sér til að mynda stjórn með þeim.

Á sama tíma kemur Ingibjörg Sólrún fram og segir að stjórnarsamstarfið hafi verið algerlega ómögulegt. Það sem hún á við þar er væntanlega að henni þótti Sjálfstæðisflokkurinn ekki nógu undirgefinn sér. Hún slær sinn flokk til riddara með því að segja að þau hafi axlað sína ábyrgð með því að Björgvin G. hætti og tekið var til í FME. Segir um leið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað að tekið yrði til með hraði í Seðlabankanum. Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn hafði fullan vilja til að hreinsa til í Seðlabankanum á því strandaði ekki, en það yrði gert á sömu forsendum og í FME. Við skulum hafa það í huga að Jónas Fr. hættir ekki fyrr en 1. mars!

En það sem að virtist gera útslagið var það að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki til í að gefa eftir forsæti í ríkisstjórn. Fyrst bauð sagði Samfó að í forsætið skyldi setjast "verkstjóri" utan úr bæ, uppúr hádegi í gær hafði sá ´"verkstjóri" breyst í Jóhönnu Sigurðardóttur!!

........Jóhanna sem er einn helsti talsmaður aukinna ríkisútgjalda.

.......Jóhanna sem stóð hörð á móti og neitaði að skera niður í sínu ráðuneyti þegar sýnt var að slíkt var nauðsynlegt.

Hélt Samfylkingin virkilega að Sjálfstæðiflokkurinn myndi láta af hendi forsæti í ríkisstjórn til mun minni flokks? Og um leið myndu hlutföll innan stjórnarinnar ekkert breytast? Í mínum huga er það ljóst að þessi krafa var eingöngu sett fram til þess að sprengja þetta samstarf. Það hreinlega liggur í augum uppi.

Nú verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunar viðræðum. Það verður þó væntanlega samkomulag um að gera sem minnst. Gera mér þó vonir um það að Steingrímur komi fram fljótlega og sveifli sínum margfræga töfrasprota. Ekki gleyma því að hann er jú maður með ráð undir rifi hverju og verður væntanlega ekki lengi að kippa hér öllu í lag.....


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað yrði gert annarsstaðar..???

Fylgdist með mótmælum við Alþingishúsið í dag og fór að velta mér þvílíkt langlundargeð lögreglumenn hafa sýnt í öllum þessum látum. Maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hvernig viðbrögðin yrðu ef mótmælendur myndu gera aðsúg að þinghúsinu í London, Kaupmannahöfn eða Berlín.  Hugsa að hægt yrði sé að fullyrða að viðbrögð lögreglu yrðu mun harðari en þau sem við höfum hingað til séð hér á landi.

Mótmælendur hafa verið duglegir að koma fram og kvarta undan framferði lögreglu. Segja að hún beiti óþarfa ofbeldi, handtaki fólk af ástæðulausu og handtaki jafnvel ólögráða börn. Á móti hlýtur að vera hægt að spyrja hvort eðlilegt sé að börnum allt niður í 11 ára aldur standi í fremstu víglínu mótmæla? Og hvort að það sé í raun ekki bara eðlilegt þegar mótmælendur beita aðgerðum sem eru ofbeldisfull og reyna að koma í veg fyrir að lýðræðislega kjörinn stjórnvöld sinni störfum sínum, að þá beiti lögreglan einhverjum þeim aðferðum sem hún hefur til að koma í veg fyri slíkt? Hvað er athugavert við það? Ég bið fólk að hugleiða þann punkt sem ég hóf bloggið á að ef sambærilegir atburðir ættu sér stað í löndum í kringum okkur myndi lögregla þar sennilega beita sömu ef ekki harðari aðgerðum... annarsstaðar


mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael - Palestína

Nú eru liðnar þrjár vikur síðan að Ísraelar hófu árásir sínar á Gaza svæðið. Það hefur verið hrikalegt að fylgjast með framgangi mála á þessu svæði undanfarið, að horfa uppá mikið mannfall fólksins á Gaza.

Ekki ætla ég að taka afstöðu með einum eða neinum í þessu stríði, til þess hefur maður hreinlega bara ekki nægilega þekkingu á málinu. Það er mín skoðun að báðir aðilar beri þarna nokkra sök á hvernig komið er. Ísraelar verða að nota rétt sinn til þess að verja sig fyrir árásaum hryðjuverkasamtaka eins og Hamas, en á móti verða Ísraelar að sína einhverja skynsemi í árásum sínum og gera sér grein fyrir mætti sínum.

Menn hér á landinu kalda hafa verið duglegir við að gagnrýna Ísrael, heimta fordæmingu, og slit á samskiptum. Í því máli hafa menn gleymt að Ísraelar eru að berjast við hryðjuverkasamtök sem eru alls ekki saklaus. Hamas samtökin hafa hingað til t.d beit fyrir sig saklausum borgurum, sjúkrabílum, sjúkrahúsum, skólum ofl. í hernaði sínum. Gleymum því ekki heldur að Hamas samtökin viðurkenna ekki tilverurétt Ísraela.

Auk þess hefur verið furðulegt að fylgjast með umræðum um átökin. Einstaklingar og samtök hafa farið mikinn síðan 27. des og talað um grimmdarverk Ísraela og alla þá saklausu borgara sem hafa fallið. Ég mann ekki til þess að umræðan hafi verið viðlíka um áralöng átök í Sri Lanka, þar sem stjórnarhermenn beita nú öllum ráðum til þess að berja niður Tamíl Tígra, þar er engum sýnd miskunn, hvorki konum, börnum né hermönnum. Í ýmsum ríkjum afríku hafa verið átök undanfarinn ár þar sem börn eru oftar en ekki þátttakendur.

Nú var ég ekki að reyna að verja Ísraela, en bendi hinsvegar á að menn verða að vera sanngjarnir í sínum málflutning, og taka allar þætti málsins inní áður en menn standa upp og hrópa.


mbl.is Óskar Hamas til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af evrópumálum...

Í því gjörningaveðri sem geisað hefur á landinu síðan í haust hefur umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu gerst æ háværari. Ákveðnum stjórnmálaflokki hefur tekist að stimpla það inn hjá hluta þjóðarinnar að aðild að þessum samtökum sé okkar eina von, og notið til þess stuðnings helstu fjölmiðla landsins. Mikið hefur verið gert úr kostum sambandsins, og menn duglegir við að draga það fram hve yndislegt verður að búa í þessu landi ef við förum þarna inn. 

Ég hef velt þessu máli töluvert fyrir mér og verið duglegur við að sækja fundi um málið að undanförnu. Ekki ætla ég þó að segja að ég sé orðinn sérfróður um málefni sambandsins, enda væri það nú til að æra óstöðugan. Þó hef ég getað áttað mig því að aðild fylgja nokkrir og töluvert stórir gallar.

Stærstu gallar ESB í mínum huga eru sennilega sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þetta eru málaflokkar sem skipta okkur miklu máli. Það er alveg ljóst að gögnum við í ESB missum við yfirráð okkar yfir sjávarútvegnum. Við göngum inní kerfi sem er stórt og flókið og alls ekki eins gott og Íslenska kerfið. T.d má nefna að brottkast er lögbundið innan ESB. Er það eitthvað sem við viljum sjá. ESB er stórt og flókið bákn, og nokkuð ljóst að skyndi ákvarðanir sem við Íslendingar höfum þurft að taka undanfarinn ár, t.a.m varðandi loðnuveiðar, verða ekki teknar innan sambandsins.

Hvað varðar landbúnaðarmálin þá er málið í raun einfalt. Göngum við í ESB mun sú tollavernd sem íslenskur landbúnaður hefur búið við hverfa með öllu. Það mun gera Íslenskum landbúnaði erfitt um vik og í raun leiða til þess að hann leggst af að stórum hluta. Og eru menn tilbúnir að greiða þann fórnarkostnað fyrir eitthvað aðeins lægra matarverð.

Það er ég ekki tilbúinn að gera.


mbl.is Lagt til að sótt verði um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg afsökun...

"Borgaraleg óhlýðni er að brjóta lög eða óskráðar reglur samfélagsins á skipulegan hátt" sagði Eva Hauksdóttir aðgerðarsinni á borgarafundi í Iðnó gær, þar sem hún reyndi að klóra yfir og afsaka fáránlegar aðgerðar aðgerðasinna undanfarna daga. Þetta er afskaplega léleg afsökun

Þessi fámenni hópur fólks hefur undanfarið stundað það að ráðast að fólki, eyðileggja hluti, eyðileggja sjónvarpsútsendingar, koma í veg fyrir að menn komi skoðunum sínum á framfæri ofl. Og það sem meira er þau segja að þau séu að gera þetta fyrir þjóðina. fyrirgefið, missti ég af einhverju. Hvenær voru þau kosinn til að gera eitthvað í nafni þjóðarinnar? Ég man a.m.k ekki eftir því.

Þar að auki eru þau dugleg við að koma fram í frétta tímum vælandi og skælandi eftir að lögreglan hefur  séð sig knúna til að skipta sér af aðgerðunum. Lögreglan hefur hingað til sýnt mikla þolinmæði gagnvart mótmælendum og leyft þeim að ganga ansi langt í aðgerðum sínum. Þó hefur hún nokkrum sinnum beitt vægasta valdbeitingartæki lögreglunar þegar of langt hefur verið gengið. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að í öllum öðrum löndum í kringum okkur hefði lögregla verið búin að ganga mun lengra en hér hefur verið gert. Reynið að ímynda ykkur hver viðbrögð Breskra yfirvalda yrðu ef reynt yrði að ráðast inná Hótel, inní sjónvarpsútsendingu, með höggum, spörkum og sprengjum. Þar yrði beitt einhverju öðru en piparúða.

 


mbl.is Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband