Leita í fréttum mbl.is

Þá er komið að því...

Þá kannski kominn tími til að blása lífi í þessa bloggsíðu aftur.

Það margt á daga manns drifið síðan síðast. m.a

  • Ég er hættur að vinna á Leikskólanum LyngholtiFrown
  • Í sumar þjálfaði ég fótbolta hjá Val Rfj, það var fjör
  • Ég er fluttur til Reykjavíkur
  • Það er fínt
  • Byrjaður að stunda nám við Guðfræðideild HÍ

Þetta er svona allavega eitthvað. En eins og ég sagði þá er ég kominn í borgina og hef það bara fínt þar. Búinn að nota viku til að þvælast um bæinn og gera mest lítið. Í gær byrjaði svo skólinn með nýnemafundi og kaffi. Í morgun voru svo fyrstu tímarnir, Trúarbragðasaga og Samtíðasaga og inngangsfræði Nýja Testamentsins. Það var skrýtin tilfininf að setjast aftur á skólabekk eftir rúmlega árs hlé. En þetta veður bara skemmtilegt þó svo að þetta sé líka krefjandi. Ég hlakka til.

En annars er lítið að frétta svosem, sá áðan auglýsinguna umtöluðu frá Símanum, þar sem síðasta kvöldmáltíðinn er notuð á, að mér finnst, frekar ósmekklegan hátt. En það er nú bara mín skoðun. Svo er það nú SUS-þingið sem haldið verður á Seyðisfirði 14-16 September. Þangað ætla ég að mæta og eiga góða helgi

Þanngað til næst.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Séra Þórður Vilberg Guðmundsson þjónar til altaris.....

Eiður Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband