Leita í fréttum mbl.is

22 dagar til kosninga

Það styttist óðum til kosninga. Einungis eru 22 dagar þar til kjördagur rennur upp. Eins og við var að búast eru flest framboð kominn fram, búinn að birta lista sína og kosningabarátta þeirra hafin. Eitt framboð sker sig þó úr að þessu leyti, en það er Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar. Ekki það að þau hafa fyrir margt löngu hafið kosningabaráttu sína, en eitthvað er það lítið sem fréttist af hverjir ætla að manna lista þessa ágæta flokks. Nú getur verið að ég hafi eitthvað verið að  misskilja málið, og biðst á forláts ef svo er, en ég hélt að það væri nú betra að berja saman lista áður en menn fara að koma fram með fullt af stefnumálum.  

Íslandshreyfingunni hefur reyndar tekist að berja saman 5 manna lista í Rvk. Kjördæmunum, Kraganum og NV. En eitthvað minna hefur farið fyrir lista hérna á norð-austri og svona þess utan þá þarf nú gott betur en fimm manneskjur til þess að bjóða fram löglegan lista. Þannig að maður spyr sig eiginlega hvort eitthvað sé að innan flokksins? Gengur illa að manna lista? Er ekki eins mikill áhugi fyrir öfga náttúruvernadar flokk eins og Ómar og félagar segja að sé?  

Þar að auki má benda á, eins og fleiri hafa reyndar gert, að eitthvað hefur gengið á í sambandi við val á leiðtoga flokksins í NV. Þar kom fram fyrir nokkru Helga Jónsdóttir og vildi taka þátt í umræðum oddvita í NV-kjördæmi sem væntanlegur leiðtogi Íslandshreyfingarinna. En eitthvað hefur nú gerst þar.  Vegna þess að í dag þegar ,,listi´´ flokksins var kynntur  sat í efsta sæti Pálína nokkur Vagnsdóttir, örugglega ágætis kona. Hinsvega sást hvegi til Helgu Jonsdóttur. Kannski að hún hafi verið með uppsteitt og farið fram á það Íslandshreyfiingin gæti a.m.k sett fram raunhæfar tölur um hvað kosningaloforð flokksins muna kosta, þ.á.m hini nýji alþjóðaflugvöllur á Vestfjörðum, svo ekki sé tala um að skattleysismörk verði hækkuð, í einum rykk uppí 150 þús. krónur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband