Leita í fréttum mbl.is

Laun bankastjóra og bæjarfulltrúa

Ég ætla ekki að tjá mig mikið um þessi laun bankastjórana þriggja, ég hef bara hreinlega engar forsendur til þess. Finnst þau samt kannski svona við fyrstu sín í hærri kantinum, enda með mun betri laun heldur en ráðherrar t.d. Samt er spurning hvort að þessi laun séu ekki bara í samræmi við það sem gengur og gerist hjá fólki í sömu stöðu.

En að öðru. Eins og ég tjáði mig um í síðustu færslu gat meirihluti bæjarráðs Fjarðabyggðar ekki séð sóma sinn í því að samþykkja tillögu Sjálfstæðismanna um lækkun launa bæjarstjórnar, bæjarráðsmanna og tiltekt í útgjöldum hjá yfirstjórn bæjarfélagsins. Í gær sendi svo Hávarr, f.u.s í Fjarðabyggð frá sér eftirfarandi ályktun útaf málinu:

"Stjórn Hávarrs, f.u.s í Fjarðabyggð, harmar að meirihluti bæjarráðs Fjarðabyggðar skuli ekki hafa haft bein í nefinu til að samþykkja tillögu Sjálfstæðismanna um lækkun launa æðstu embættismanna bæjarins
Tillagan sem var lögð fram með það að markmiði að sýna að yfirvöld í Fjarðabyggð væru tilbúin að taka til í eigin ranni, áður en ráðist yrði í niðurskurð  á þjónustu til íbúa, hefði átt vel við á þeim erfiðu tímum sem við siglum í gegnum nú.
Þetta eru kaldar kveðjur meirihlutans til íbúa bæjarfélagsins"

Í framhaldi af þessu tók svo svæðisútvarpið málið upp og fjallaði um það í gær. Þar sem ég sem formaður Hávarrs ligg í rúminu og get eitthvað takmarkað beitt röddinni, þá var Gunnar Ragnar okkar málsvari í þessu máli. Guðmundur R. Gíslason reyndi svo að klóra yfir fyrir meirihlutann. Viðtalið er hægt að heyra hér

Þarna komu fram einkennilega svör Guðmundur. Hann reyndi að láta þetta lýta svoleiðis út að lagt hefði verið til að launin yrðu lögð af til framtíðar. Svo er auðvitað ekki. Það sem lagt var til var að bæjarfulltrúar myndu afsala sér launum fram til 1. júní á næsta ári. Auk þess var ýmislegt fleira sem hann sagði sem ég ætla ekki að vera að elta ólar við hérna, en  hvet alla til að hlusta á viðtalið

 


mbl.is Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband