Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Knattspyrnusumarið

kfJæja þá er knattspyrnusumrinu lokið. Þetta er búið að vera skemmtilegt tímabil og ekki var það verra að Frömurum tókst að halda sér í úrvalsdeildinni, og er ég bara mjög sáttur með það.

En það er ekki Framliðið sem ég ætla að beina sjónum mínum að núna, heldur Fjarðabyggð(KFF). Ég hef undanfarin ár fylgst náið með mínum mönnum og hef verið mjög sáttur við gengið á þeim bænum. Ég hef mætt á flesta heimaleiki liðsins í sumar og allmarga útuleiki. Auðvitað hefur maður verið missáttur með hvernig liðið hefur spilað, en í heildinna séð er ég ánægður. Við stjórnvölin situr einn færasti þjálfari á landinu, Þorvaldur Örlygsson. Ég held þessu hiklaust fram, enda hefur hann sýnt þetta og sannað, með árángri sínum hjá KFF og KA. Þegar Þorvaldur kom austur var KFF miðlungs 2.deildar lið. Honum tókst að koma liðinu upp í 1. deild í fyrra, og í ár endaði liðið í 5 sæti 1. deildar og var í toppbaráttu í deildinni framan af. Þetta er frábær árángur og ekkert til að skammast sín fyrir. Vonandi heldur Þorvaldur áfram hjá okkur einhver ár í viðbót

 

Lið KFF er byggt upp að miklu leyti á heimamönnum, strákum sem eru aldir upp í Þrótt Nes., Austra og Val. Liðið hefur vakið athygli fyrir öflugan varnarleik, og ekki er verra að fyrir aftan vörnina stendur markvörðurinn Rajko, sem hefur sýnt það og sannað að hann er einn af sterkari markvörðum 1. deildarinnar. Vörninni er stjórnað af fyrirliða liðsins Hauki Ingvari Sigurbergssyni, og við hlið hans stendur Andri Hjörvar Albertsson, og saman mynda mjög öflugt miðvarðar par sem stendur flestum snúning á góðum degi.

Miðjan er einnig öflug og er þar sennilega helst að nefna Jóhann Inga Jóhannsson (Reyðfirðing :D) og Jón Gunnar Eysteinsson. Þeir eru báðir sterkir og öflugir leikmenn, og oftar enn ekki fór mikið spil KFF í gengum Jón Gunnar og að ógleymdum Halldóri Hermanni.  Það sem mér finnst kannski vanta svolítið á miðjuna hjá okkar eru öflugir og snöggir kantmenn. Það væri óneitanlega gott að hafa svoleiðis menn og vonandi tekst okkur að fá einhverja slika fyrir næsta tímabil.

Þá erum við sennilega komin að veikasta hlekk liðsins en það er sóknarleikurinn. Það er nokkuð ljóst að fyrir næsta tímabil verður á fá mann í framlínuna sem getur skorað 10 mörk á tímabili a.m.k. Það gekk oft á tíðum illa að koma boltanum í netið í sumar, ullu sóknarmenn liðsins nokkrum vonbrigðum að mínu mati. Því miður. Þó skal nefna að Andi Valur Ívarsson stóð sig oft á tíðum vel, en betur má ef duga skal. Ég læt hérna fylgja lítin dóm um framistöðu nokkura leikmanna í sumar

Rajko: 8. Stóð sig eins og yfirleitt bara mjög vel, og bjargði liðinu oft á tíðum.

Haukur Sigurbergsson: 8 Traustur í vörninni að vanda

Andri Hjörvar: 8. Þessi drengur er ótrúlegur, átti kannski ekki eins gott tímabil og í fyrra, en var samt einn af bestu mönnum liðisin

Andri Bergmann: 7 Átti þokklega leiktíð og skoraði nokkur mörk.

Andri Þór Magnússon: 6. Andri náði sér ekki strik þetta tímabil, en það er mikið í hann spunnið og hann getur vel gert betur en þetta

Andri Valur Ívarsson: 7,5 kom sem lánsmaður frá Val Rvk. átti marga góðaleik, þar sme hann barðist eins og ljón og var allstaðar. Þó komu leikir inná milli þar sem hann sást lítið. Vonandi sér maður hann í KFF búning næsta sumar

Guðmundur Atli: 5. Olli allnokkrum vonbrigðum. Spilaði vel á undirbúningstímabilinu, en náði engan vegin að fylgja því eftir þegar útí alvöruna kom. Virtist oft ekki vera með hugan við verkefnið

Halldór Hermann: 8.Dóri er alltaf traustur og það varð enginn breyting á því núna. Mikil barátta og gefst aldrei upp

Ingi Steinn: 7. Ingi kom á óvart í sumar. Ég skal alveg viðurkenna að taldi hann ekki vera leikmann sem myndi meika það í 1. Deild. En hann kom á óvart, og kom oft  inná og átti bara marga hörkuleiki

Ingi Þór: 7 Lánsmaður frá HK, ágætur leikmaður og kom oft inná í leikjum sumarsins og gerði það bara nokkuð vel. Hugsa að það væri bara fínt að hafa hann fyrir austan næsta sumar

Jóhann Ingi: 8,5. Átti mjög gott tímabil. Öflugur á miðjunni og braut oftar en ekki sóknir andstæðingana á bak aftur. Setti auk þess nokkur mikilvæg mörk. Kom til greina sem leikmaður ársins

Jón Gunnar: 8,5. Kom heim aftur eftir nokkur ár hjá KA. Hörku leikmaður, sem sýndi svo oft í sumar hveru mikið er í hann spunnið. Kom til greina hjá mér sem leikmaður ársins

Stefán Þór: 7,5. Byrjaði ekkert alltof vel, en undir lok tímabilsins kom hann sterkur inn og átti þá nokkra góða leiki. Vantar kannski meiri stöðugleika í sinn leik

Jóhann Benediktsson: 8. Baráttuhundur sem gefst aldrei upp. Drengurinn er kominn í fantaform og hann átti í heildina bara mjög gott sumar

Örn Kató: 8. Kom inn í liðið undir lokinn og steig  varla feilspor í þeim leikjum sem hann spilaði, leikmaður sem ætti að gefa mikið fyrir að fá austur næsta sumar

William Geir, Gísli Már, Jens Elvar, Ingvar Rafn spiluðu full lítið þannig að ég treysti mér til að dæma um frammistöðu þeirra.

Maður mótsins að mínu mati: Jón Gunnar Eysteinsson


Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband