Leita í fréttum mbl.is

Ísrael - Palestína

Nú eru liðnar þrjár vikur síðan að Ísraelar hófu árásir sínar á Gaza svæðið. Það hefur verið hrikalegt að fylgjast með framgangi mála á þessu svæði undanfarið, að horfa uppá mikið mannfall fólksins á Gaza.

Ekki ætla ég að taka afstöðu með einum eða neinum í þessu stríði, til þess hefur maður hreinlega bara ekki nægilega þekkingu á málinu. Það er mín skoðun að báðir aðilar beri þarna nokkra sök á hvernig komið er. Ísraelar verða að nota rétt sinn til þess að verja sig fyrir árásaum hryðjuverkasamtaka eins og Hamas, en á móti verða Ísraelar að sína einhverja skynsemi í árásum sínum og gera sér grein fyrir mætti sínum.

Menn hér á landinu kalda hafa verið duglegir við að gagnrýna Ísrael, heimta fordæmingu, og slit á samskiptum. Í því máli hafa menn gleymt að Ísraelar eru að berjast við hryðjuverkasamtök sem eru alls ekki saklaus. Hamas samtökin hafa hingað til t.d beit fyrir sig saklausum borgurum, sjúkrabílum, sjúkrahúsum, skólum ofl. í hernaði sínum. Gleymum því ekki heldur að Hamas samtökin viðurkenna ekki tilverurétt Ísraela.

Auk þess hefur verið furðulegt að fylgjast með umræðum um átökin. Einstaklingar og samtök hafa farið mikinn síðan 27. des og talað um grimmdarverk Ísraela og alla þá saklausu borgara sem hafa fallið. Ég mann ekki til þess að umræðan hafi verið viðlíka um áralöng átök í Sri Lanka, þar sem stjórnarhermenn beita nú öllum ráðum til þess að berja niður Tamíl Tígra, þar er engum sýnd miskunn, hvorki konum, börnum né hermönnum. Í ýmsum ríkjum afríku hafa verið átök undanfarinn ár þar sem börn eru oftar en ekki þátttakendur.

Nú var ég ekki að reyna að verja Ísraela, en bendi hinsvegar á að menn verða að vera sanngjarnir í sínum málflutning, og taka allar þætti málsins inní áður en menn standa upp og hrópa.


mbl.is Óskar Hamas til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Ég er sammála því að illvirki annars staðar hafi fallið í skuggann af þessu sem við höfum verið vitni að í Gaza núna. Eins er það rétt að Hamas-samtökin eru ekki neinir englar þó rangt sé að kalla þau hryðjuverkasamtök. Vissulega hafa þau hryðjuverk á sinni samvisku, en það má heimfæra á marga aðra aðila, sem jafnan eru metnir að meiru. T.d. ísraelsher.

Það sem kannski leysir úr læðingi viðbrögð fólks við þessum "aðgerðum" ísraelshers, er hversu kalt og skipulagt gengið er til verks gegn óbreyttum borgurum, sem geta hvergi flúið. Þetta er gert með fullkomnasta her í heimi, sem þar að auki notar tækifærið og prófar ólögleg vopn. Ég man ekki eftir jafn vel skipulögðu og vel útfærðu fjöldamorði í minni tíð. Þetta er fullkomlega sambærilegt við helför nasista, þó það sé ljótt að segja. Nákvæmlega jafn óhugnalegt.

Jonni, 19.1.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er rangt að kalla Hamas hryðjuverkasamtök??

ESB skilgreinir samtökin sem hryðjuverkasamtök, einnig Ástralía, Japan, Kanada, Bandaríkin og svo að sjálfsögðu Ísrael. Hamas sem stjórnmálasamtök eru bönnuð í Jórdaníu, Bretlandi og Ástralíu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 11:21

3 Smámynd: DanTh

Sæll Þórður.

Ég er sammála nálgun þinni á þetta ástand.  Mín skoðun er einnig sú að hér á landi ríki einskonar móðursíkisástand út af ástandinu þarna.   

Ég minni á að það voru aldrei birtar myndir af fjöldamorðum svokallaðra sjálfsmorðssprengjumanna frá Palestínu sem kostuðu að jafnaði tugi manna lífið í mánuði hverjum í Ísrael á sínum tíma.  Þá var aldrei blásið til fundar í Háskólabíó og fjöldamorðin á saklausum borgurum í Ísrael fordæmd eins og nú er gert gagnvart Palestínu. 

Hér er athyglisverður linkur á sögu þessa svæðis: 

http://fun.mivzakon.co.il/flash/video/2664/2664.html

DanTh, 19.1.2009 kl. 11:57

4 Smámynd: Jonni

Landsbanki Íslands er líka skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af breskum stjórnvöldum.

Þó svo stjórnvöld í einhverju landi skilgreini einhvern sem hryðjuverkasamtök, þýðir það ekki að takmark viðkomandi samtaka sé fólgið í hryðjuverkum. Þar er Landsbankinn gott dæmi. Þó ég kalli þig nasista er ekki þar með sagt að þú sért nasisti, svo notuð sé óskyld samlíking.

Þó svo Hamas hafi hryðjuverk á sinni samvisku er ekki þar með sagt að þau séu hryðjuverkasamtök, svo ég endurtaki mig. Þessu þurfa ísraelsmenn að átta sig á, ef nokkur von um frið á að eiga möguleika.

Jonni, 19.1.2009 kl. 12:08

5 Smámynd: Arnar Steinn

Ef þú spyrð Hamas meðlimi hvað þér séu, þá er svarið einfalt: Þeir eru vopnaður hópur manna sem berjast gegn hernámi og fyrir sjálfstæðu ríki Palestínu. Þeir telja sig hafa rétt til vopnaðrar andstöðu gegn hernáminu. Svo er bara spurning hvernig þú skilgreinir slíkan hóp: Frelsishetjur (sic) eða hryðjuverkamenn. Það fer væntanlega eftir því hvorum megin Múrsins þú býrð. En Ísrael hefur fjöldaframleitt "HryðjuFrelsismenn" með aðgerðum sínum síðustu vikur, í stað þess að knésetja Hamas.

Arnar Steinn , 19.1.2009 kl. 12:13

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þér finnst það semsagt jafn vitlaust Jonni, að skilgreina Hamas sem hriðjuverkasamtök eins og að kalla Landsbankann hryðjuverkasamtök? Reyndar kölluðu Breta Landsbankann aldrei hryðjuverkasamtök, heldur beittu sérstökum lögum á bankann sem opnað var fyrir vegna hryðjuverka.

Alþjóðasamfélagið skilgreinir Hamas sem hryðjuverkasamtök, ég veit ekki hvað þarf meira til þess að þú viðurkennir það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 12:30

7 Smámynd: Jonni

Það er gagnkvæmt vandamál Ísrael og Hamas að hvorugur aðili viðurkennir hinn. Báðir aðilar lifa í eigin heimi sem því miður í hvorugu tilfellinu stenst raunveruleikaprófun.

Afleiðingarnar eru hins vegar ekki alveg symmetrískar. Ekkert í þessu máli er symmetrískt. Þegar stjórnvöld ríkis fyrirskipa aðgerðir sem eru ekkert annað en fjöldamorð og hrellingar í stærstu flóttamannbúðum heims hlýtur það að ofbjóða réttlætiskennd fólks. Ef djöfullinn væri til myndi hann skemmta sér konunglega yfir þessum "aðgerðum" Ísrael.

Jonni, 19.1.2009 kl. 12:48

8 Smámynd: Eldur Ísidór

Ég segi bara AUMINGJA ÍSRAEL þegar stuðningur þeirra fer svona þverrandi. Ég held að það fer allt í bál og brand fljótlega vegna þess að nú hefur Arabasambandið sent frá sér yfirlýsingu að Ísrael verði að skila landi frá 6 daga stríðinu 1967 svo þau viðurkenni ríkið; og að tilboð um frið verði ekki ALLTAF upp á borðinu ef þau gera það ekki.

Hvernig sem líður; þá er HAMAS lýðræðislega kjörinn flokkur í stjórn Palestínu. Það verður að virða hvort sem við erum Íslendingar eða ísraelsmenn.

Hins vegar finnst mér rosalegt hvað það er erfitt fyrir ísraela að svara einu: Af hverju kalla þeir sig Ísraela þegar þeir drepa, en gyðinga þegar þeir eru drepnir. Hef spurt nokkra að þessu á Facebook undanfarna daga og þeir vilja ekki svara þessu.

Eldur Ísidór, 19.1.2009 kl. 12:53

9 Smámynd: Jonni

Gunnar; þú misstir af pointinu; að skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök er svipað og að skilgreina Ísrael sem ferðamannaparadís, eða þig sem kverulant.

Ég lýsti því yfir í minni fyrstu athugasemd að Hamas hafi hryðjuverk á sinni samvisku. Ég veit ekki hvað ég þarf að segja til þess að þú náir þessu sem ég er að segja.

Jonni, 19.1.2009 kl. 12:55

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Báðir aðilar telja si g vera í fullum rétti að beita vopnavaldi gegn hinum, og frelsissamtök Palestínu, telja si g ekki vera hryðjuverka menn heldur skæruliða að berjast fyrir frelsi síns lands.

Vandamálið er að þarna verður aldrei friður á meða báðar þjóðirnar búa þarna, því hvorug viðurkennir tilkall hinnar til landsvæða þeirra sem þarna er um deilt.

Í mínum huga eiga Ísraelsmenn álíka mikið tilkall til Palestínu og ég og mín fjölskylda á til jarða í mið Noregi sem að forfeður mínir bjuggu á............

Eiður Ragnarsson, 20.1.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband