Leita í fréttum mbl.is

Kjarkleysi meirihuta bæjarráðs Fjarðabyggðar

Á bæjarstjórnarfundi  6. Nóvember sl. lagði bæjarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu:

            Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að bæjarfulltrúar gefi eftir laun sín frá 1. janúar 2009 til 30. júní 2009 og að bæjarráð lækki sín laun sín niður í laun bæjarfulltrúa fyrir sama tímabil.Einnig hvetjum við allar nefndir á vegum sveitarfélagsins að gera slíkt hið sama.Ennfremur leggjum við til að farið verði í alvarlegan niðurskurð hjá yfirstjórn Fjarðabyggðar í sérfræði- ferða- og launakostnaði.Yfirstjórn Fjarðabyggðar verður að ganga fram með góðu fordæmi og byrja á að líta í eigin barm áður en hækkaðar eru álögur á íbúa og þjónusta minnkuð.” 

 

Bæjarstjórn samþykkti að senda tillöguna til umræðu í bæjarráði sem fram fór svo í morgun. Þar var tillagan loks feld. Meirihluti Fjarðalista og Framsóknar treysti sér ekki til að styðja þessa annars mjög góður tillögu, og ég verð að viðurkenna að það er mér hulin ráðgáta hvers vegna.

Hér er um að ræða að bæjarstjórnarmenn hefðu gegnið fram með góðu fordæmi á erfiðum tímum og sýnt bæjarbúum svo ekki væri um villst að þeir tækju á sig hluta þess niðurskurðar sem ljóst er að verður í bæjarfélaginu okkar á næstunni. Mörkuð hefði verið ákveðin stefna í því hvernig taka skal á málum sem hefði getað verið öðrum til eftirbreytni. En það er greinilegt að hugur meirihlutans stendur ekki til þess....

Í staðin var lagði meirihlutinn fram tillögu sem var samþykkt. Tillaga sem í raun felur lítið annað í  sér en orðagjálfur. Þar er ekkert sagt, ekki tekið á neinu. Eftir stendur gagnslaus fyrirheit um eitthvað sem ekkert segir og enginn skilur.. Allt skilið eftir opið, og boltinn gefin upp með það að menn séu jú tilbúnir að skera niður.... bara ekki hjá okkur.

Þetta olli mér vonbrigðum, miklum vonbrigðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara spurning hvað verður hækkað næst?

Atli Már (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband