9.4.2008 | 00:01
Aldrei spurning...
Auðvitað kláruðum við Arsenal í þessum leik, aldrei spurning.... Missti reyndar af leiknum, þar sem ég sat á héraðsdómaranámskeiði hjá KSÍ, en hoppaði hæð mína þegar ég heyrði úrslitin (það er reyndar ekki mjög hátt). Arsenal menn eru reyndar eitthvað væla yfir þessu, heimtandi vítaspyrnu hér og þar, en eru ekki búnir að átta sig á því að það þýðir voð lítið að væla um svona eftir á. Það sem gildir er bara spila eins og menn, en ekki vera vælandi og skælandi úti í horni . Allavega við erum enn og aftur komnir í undanúrslit og nú er bara að vinna Chel$ki þar og klára málið!!
Eins og kom fram áðan þá sat ég á námskeiði í kvöld hjá Gylfa Orrasyni dómara. Þetta námskiði veitti mér héraðsdómararéttindi í knattspyrnu og er ég bara ánægður með það og nú er stefnan bara á það að dæma enn fleiri leiki á næsta ári enn því síðasta. Því að þó að ég hafi í raun farið á unglingadómaranámskeið í fyrra með hálfum hug og hélt að þetta væri ekkert fyrir mig, þá komst ég að því s.l sumar að þetta er bara rosalega skemmtilegt starf og krefjandi, og það er ekki laust við að maður ákveðið "kick'' út úr því að dæma leiki, sérstaklega þar sem hiti er í mönnum og þeir láta vel í sér heyra. En það ætti allavega að vera hægt að sjá mig á vellinum í sumar, í svarta búningnum að veifa gulum og rauðum spjöldum eða flaggi!
![]() |
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.