Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
24.12.2008 | 17:39
Gleðileg jól
Þá styttist í það að jólunum verði hringt inn.
Ég vil því nota tækifærið og óska lesendum þessara síðu gleðilegra jóla
Pílagrímar heimsækja Betlehem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 15:00
Of langt gengið...
Maður ætti náttúrlega ekki að vera veita þessum fámenna hóp öfgasinnaðra mótmælenda athygli. En það margt í málstað þessa fólks sem hræðir mig.
Þeim finnst allt í lagi að beita ofbeldi til að koma fram málstað sínum
Eignaspjöll eru eðlilega í þeirra huga, svo fremi sem menn hafi réttan málstað að verja
Það er í lagi að grýta menn út á götu. Það er bara svolítið fyndið
Þetta fólk telur dómstól götunar bestan til þess fallin að skera úr um það hvort eitthvað misjafnt hafi átt sér stað
Að sama skapi má lögreglan ekki beita neinum ráðum til að stemma stigum við eignaspjöllum og ofbeldi þessa hóps. Þá er staðið upp og það kallað brot á mannréttindum etc. etc.
Mér þykir þetta vond þróun, mönnum er að sjálfsögðu frjálst að mótmæla, en þeim sem eiga að halda uppi lögum og reglu í samfélaginu ber líka skylda til að stoppa mótmæli sem ganga of langt. Þessi mótmæli hafa undanfarna daga gengið alltof langt.
Mótmæli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2008 | 12:09
Mikill Meistari...
Með Rúnari Júlíussyni er látinn einhver mesti tónlistarmaður Íslenskrar rokksögu. Ég byrjaði að hlusta á tónlist hans þegar að bítlaæðið gekk yfir mig og félaga minn um 11 ára aldur. Við gleyptum í okkur plötur og tónlist hina ensku Bítla, kunnum texta og lög og sungum þau af innlifun. Þá fann ég í plötuskápnum hjá pabba plötu sem bara heitið "Íslensku Bítlarnir: Hljómar". Plata far sett á fóninn og var samstundis sett á stall með hinum plötunum.
Árin liðu og eitthvað dofnaði bítlaáhuginn, en um það leyti sem ég byrjaði í framhaldsskóla kom hann aftur. Ég fór þó að skoða tónlistina í víðara samhengi, hlusta á eitthvað annað. Og þá uppgötvaði ég bestu hljómsveit Íslenskrar rokksögu, að mínu mati. Trúbrot. Ég hlustaði heillaður og fljótlega hafði ég eignast allar plötur sveitarinnar sem hægt var að eignast á CD.
Rúnar Júlíusson var forsprakki þessara hljómsveita, prímusmótor. Hann og Gunnar Þórðarson voru meðal annars þeir einu sem voru í Trúbrot allt frá stofnun til enda. Sporin sem Rúnar skilur eftir sig eru einstök. Rokkið var hans ástríða allt fram á síðasta dag. Hann var ennþá að koma fram og trylla lýðinn og virtist alltaf ná til fjöldans og hafa einstaklega gaman af.
Guð blessi minningu Rúnars Júlíussonar..
Sárt að missa Rúnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 15:02
Það er nefninlega það....
Ég átti bara hreinlega ekki orð þegar ég horfði á þessa frétt....
Er ekki örugglega alveg í lagi?? Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þetta átti að meina? Var eitthvað á bakvið þetta annað en svona ágætis skemmtun fyrir lesendur mbl.is?
Þetta var reyndar alveg svakalega hallærislegt..... svo hallærislegt að ég á eftir að hlægja næstu klukkutímana....
Vargastefna við Stjórnarráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)