Leita í fréttum mbl.is

Mikill Meistari...

Með Rúnari Júlíussyni er látinn einhver mesti tónlistarmaður Íslenskrar rokksögu. Ég byrjaði að hlusta á tónlist hans þegar að bítlaæðið gekk yfir mig og félaga minn um 11 ára aldur. Við gleyptum í okkur plötur og tónlist hina ensku Bítla, kunnum texta og lög og sungum þau af innlifun. Þá fann ég í plötuskápnum hjá pabba plötu sem bara heitið "Íslensku Bítlarnir: Hljómar". Plata far sett á fóninn og var samstundis sett á stall með hinum plötunum.

Árin liðu og eitthvað dofnaði bítlaáhuginn, en um það leyti sem ég byrjaði í framhaldsskóla kom hann aftur. Ég fór þó að skoða tónlistina í víðara samhengi, hlusta á eitthvað annað. Og þá uppgötvaði ég bestu hljómsveit Íslenskrar rokksögu, að mínu mati. Trúbrot. Ég hlustaði heillaður og fljótlega hafði ég eignast allar plötur sveitarinnar sem hægt var að eignast á CD.

Rúnar Júlíusson var forsprakki þessara hljómsveita, prímusmótor. Hann og Gunnar Þórðarson voru meðal annars þeir einu sem voru í Trúbrot allt frá stofnun til enda. Sporin sem  Rúnar skilur eftir sig eru einstök. Rokkið var hans ástríða allt fram á síðasta dag. Hann var ennþá að koma fram og trylla lýðinn og virtist alltaf ná til fjöldans og hafa einstaklega gaman af.

 Guð blessi minningu Rúnars Júlíussonar..


mbl.is Sárt að missa Rúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband