5.12.2008 | 12:09
Mikill Meistari...
Međ Rúnari Júlíussyni er látinn einhver mesti tónlistarmađur Íslenskrar rokksögu. Ég byrjađi ađ hlusta á tónlist hans ţegar ađ bítlaćđiđ gekk yfir mig og félaga minn um 11 ára aldur. Viđ gleyptum í okkur plötur og tónlist hina ensku Bítla, kunnum texta og lög og sungum ţau af innlifun. Ţá fann ég í plötuskápnum hjá pabba plötu sem bara heitiđ "Íslensku Bítlarnir: Hljómar". Plata far sett á fóninn og var samstundis sett á stall međ hinum plötunum.
Árin liđu og eitthvađ dofnađi bítlaáhuginn, en um ţađ leyti sem ég byrjađi í framhaldsskóla kom hann aftur. Ég fór ţó ađ skođa tónlistina í víđara samhengi, hlusta á eitthvađ annađ. Og ţá uppgötvađi ég bestu hljómsveit Íslenskrar rokksögu, ađ mínu mati. Trúbrot. Ég hlustađi heillađur og fljótlega hafđi ég eignast allar plötur sveitarinnar sem hćgt var ađ eignast á CD.
Rúnar Júlíusson var forsprakki ţessara hljómsveita, prímusmótor. Hann og Gunnar Ţórđarson voru međal annars ţeir einu sem voru í Trúbrot allt frá stofnun til enda. Sporin sem Rúnar skilur eftir sig eru einstök. Rokkiđ var hans ástríđa allt fram á síđasta dag. Hann var ennţá ađ koma fram og trylla lýđinn og virtist alltaf ná til fjöldans og hafa einstaklega gaman af.
Guđ blessi minningu Rúnars Júlíussonar..
![]() |
Sárt ađ missa Rúnar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.