Leita í fréttum mbl.is

Það getur verið hált....

Á bloggsíðu Guðmundur R. Gíslasonar, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, birtir hann pistla sín um hin ýmsu mál. Í lýsingardálki til hliðar lýsir hann sjálfum sér sem tónlistarmanni, forseta bæjarstjórnar og framkvæmdastjóra. Á téðri síðu birtir Guðmundur hugsanir sínar sem oftar en ekki eru með miklum ágætum og gaman að lesa. Og er Guðmundur einn af þeim bloggurum sem ég heimsæki daglega.

En innan um annars ágæt skrif hafa komið greinar sem ekki eru forseta bæjarstjórnar sæmandi að nokkru leyti. Tvær eru það sérstakleg sem ég hef tekið eftir. Fyrri færslan er rituð þann 25/9 sl.  og ber heitið „samgöng eða bónus". Þar fjallar Guðmundur um þá ákvörðun bæjarstjórnar Seyðisfjarðakaupstaðar að fara fram á það við stjórnvöld að flýta framkvæmdum við jarðgöng frá Seyðisfirði til Héraðs. Gott og vel Guðmundur er ekki sammála þessu mati Seyðfirðinga á jarðgangnakostum. En titill bloggsins lýsir svo miklum hroka og leiðindum í garð Seyðfirðinga að það er bara ekki nokkru lagi líkt, og alls ekki forseta bæjarstjórnar sæmandi.

Nú í sl. viku varð Guðmundi aftur fótaskortur  á blogginu. Hann tjáði sig þá með miklum tilþrifum um gjaldþrot ákveðins einstaklings á rekstri Egilsbúðar. Sparkaði forsetinn þarna harkalega í liggjandi mann, og eins og allir vita er það ekki heiðarlegt. Stuttu síðar var færslunni eytt og ekkert til um hana, en nokkrum dögum síðar birti Guðmundur afsökunarbeiðni. Það er svosem gott og blessað, en eftir stendur spurningin, finnst fólki þetta bara allt í lagi? Setjum dæmið upp öðruvísi:
               

 Stefán Stefánsson rekur litin skemmtistað í Reykjavík, í húsnæði sem hann leigir af borginni. Hann tók við rekstrinum fyrir stuttu, en erfiðleikar eru farnir að gera vart við sig, og það endar með því að Stefán hrökklast í burtu. Þá mættir á staðinn forseti borgarstjórar,Jón Jónsson, sem eitt sinn rak þennan stað með miklum ágætum. Jón skrifar færslu á blogg síðu sína þar sem atar Stefán Stefánsson auri, og segir hann hafa eyðilagt staðinn, og fyrir það verði hann honum ævinlega vanþakklátur. Stuttu síðar er færslan horfinn, og Jón býðst afsökunar.

Hefði Jón Jónsson forseti borgarstjórnar komist upp með slíkt? Svarið er nei. Málið hefði orðið stórt blaðamál, og kröfur um afsögn hefðu verið háværar, hvers vegna? Jú, svona skrif eru kjörnum fulltrúum í sveitarfélögum einfaldlega bara ekki samboðin. Ég fullyrði að hefði þetta dæmi sem ég tek hérna fyrir ofan komið upp, hefði gersamlega allt orðið vitlaust.

Ekki má lýta svo á að ég telji að skerða eigi málfrelsi kjörinna fulltrúa. En þeir verða hinsvegar að kunna sín mörk. Hins vegar verður að lýta til þess að embættið sem menn eru í hlýtur óhjákvæmilega að spila inní.Guðmundur fer ekki leynt með á sinni síðu að hann er forseti bæjarstjórar, og það hlýtur að vera krafa að hann hagi skrifum sínum sem slíkur. Upp hljóta að koma spurningar um það hvort greinileg slæm afstaða Guðmundur R. til rekstarhafa Egilsbúðar hafi áhrif á ákvarðanir hans í málum sem hafa með það að gera. Ekki ætla ég að dæma um það, en leyfi ykkur að skera úr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er nú alveg merkilegt að ef að menn eru í pólitík þámeigi menn ekki vera mannlegir....  Guðmundur gerði þarna hlut sem ekki er viðeigandi,  langt frá því og ekki ætla ég að taka upp hanskan fyrir hann þar en hann hefur beðið viðkomandi aðila afsökunar á opinberum vettvangi og sá aðili hefur fallist á afsökunarbeiðnina.

Hvað á hann að gera meira??

Eiður Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

ÆÆÆÆ, Doddi. Þú ferð svo frjálslega með staðreyndir að ég nenni ekki að svara þér. Hvort sem maður er aðal- eða varabæjarfulltrúi, eins og þú ert, er lágmark að hafa staðreynir á hreinu. T.d. varðandi gjaldþrot fyrirtækja í sveitarfélaginu.

Samt gaman að sjá þig endurskrifa grj

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.12.2008 kl. 15:18

3 Smámynd: Þórður Vilberg Guðmundsson

Sælir félagar..

Punkturinn sem ég er að velta upp í þessu bloggi er sá að hvergi annarstaðar á landinu kæmist forseti bæjarstjórnar upp með viðlíka hegðun. Það er í raun alveg merkilegt að þetta mál hafi ekki fengið meiri athygli en það gerði.

Menn sem gegna opinberum embættum verða að gæta tungu sinnar. Þannig  er það bara. Það að ráðast vega með ósæmilegum hætti að íbúum sveitarfélaga er ekki ásættanleg hegðun.

Þórður Vilberg Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband