Leita í fréttum mbl.is

Ný ríkisstjórn - Hvað fáum við í staðinn??

Ég hef mikið velt fyrir í mér í kjölfar fáránlegrar  vantraust tillögu sem sjónarandstaðan lagði fram á ríkisstjórnina  á Alþingi sl. mánudag. Krafan sú að ríkisstjórnin segði af sér og boðað yrði til kosninga. Líklega finnst stjórnaandstöðuflokkunum það mikilvægasta sem hægt er að gera núna að standa í kosningabaráttu næstu vikurnar. Það kemur örugglega til með að bjarga öllu..

En þar sem ég horfði á umræðurnar um tillöguna fór ég að velta fyrir mér einu: Hverjir eiga að taka við. Væntanlega er það von flokkana sem lögð tillögun fram að þeir geti tekið við af afloknum kosningum. Að kosningar færi þeim það mikið fylgi að þeir séu færir um að taka við. Og þá þurfa þessi flokkar væntanlega að stilla upp í ríkisstjórn. Og ég fór að reyna að sjá fyrir mér hvernig sú ríkisstjórn myndi lýta út. Og sú uppstilling sem mér fannst líklegust var, að mínu viti, ekki glæsileg.

Hún var einhvernvegin svona:

Forsætisráðherra: Steingrímur J. Sigfússon -  Steingrímur kæmist þarna loksins loksins í það starf sem hann telur sig  einfæran um að sinna.  Hans einstöku gáfur til að vita allt, kunna allt og geta allt miklu betur en allir aðrir fá væntanlega að njóta sín, og íslenska ríkið fær væntanlega þann leiðtoga sem stór meirihluti þjóðarinnar hefur, að hans sögn, látið sig dreym um lengi. Menn hafa bara ekki tekið eftir því...

Utanríkisráðherra: Katrín Jakobsdóttir  – Já VG fær tvö mjög stór embætti, enda varla verjanlegt að hinir örflokkarnir fái eitthvað af þeim. Katrín hentar vel þarna inn. Enginn hætta á að hún fari að reyna að hafa mikil samskipti við aðrar þjóðir,  hvað þá vinsamleg, og alls ekki reyna að semja um hluti við erlend ríki. Enda mikil andstæðingur hina stórhættulegu „alþjóðavæðingar". Reyndar líklegt að hún taki upp vinsamleg samskipti við ríki eins og Kúbu, Venezúela og Bólivíu, enda eru það ríki sem ekki eru sýkt af hinum stór hættulega kapítalisma.

Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra: Guðjón Arnar Kristjánsson – Hvað annað?  Að sjálfsögðu færi aflaklóin að vestan með stjórn sjávarútvegsins, enda maður með reynslu. Kvótakerfið yrði afnumið, og þeir sem byggt hafa upp stór og öflug fyrirtæki á undanförnum árum settir á hausinn, en það er í lagi. Með bættri stjórn fiskveiði yrðu miðiðin sennilega fljótlega svo uppfull af fiski að hann gengi sjálfur á land.

Menntamálaráðherra: framsókn fær þetta embætti. Ekki þori ég að spá um hver myndi sitja þarna, vegna þess að það er alls ekki víst að sá hin sami verði yfirhöfuð í framsóknarflokknum á morgun.

Dómsmálaráðherra: Álfheiður Ingadóttir verður verðlaunuð fyrir vaska framgöngu í mótmælunum við lögreglustöðina um daginn með þessu embætti. Fljótlega yrði lögreglunni bannað að skipta sér af mótmælendum, enda er þetta bara fólk að sýna „borgarlega óhlýðni" og það er ekkert að því er það? Hins vegar fær lögreglan fulla heimild til að handataka alla þá er menn telja að hafi jákvætt viðhorf til frjálshyggjunnar, enda er það upp til hópa stórhættulegt fólk sem ekki ætti að ganga laust.

Viðskiparáðherra: Lenti í vandræðum með þetta embætti.  Fann bara ekki neinn í þessum flokkum sem hefur áhuga eða vilja til að sinna þessu embætti. Ætli það yrði bara ekki lagt niður og fært beint undir forsætisráðherra. Hann myndi tryggja það að bankarnir yrðu allir í eigu ríkisins til frambúðar, enda ríkið (og VG) sá eini sem kann á slíkan rekstur.

Félagsmálaráðherra: Yrði Jón Magnússon. Jón myndi taka þetta embætti að sér með glöðu geði. Málefni innflytjanda myndu sem áður eiga hug hans allan, og myndi hann reyna að koma öllum flóttamönnum úr landi sem fyrst. Enda tekur þjónusta við þá eingöngu tíma og peninga sem íslendingar sjálfir þurfa á að halda.

Fjármálaráðherra: Ögmundur Jónasson. Hann myndi byrja á því að afþakka aðstoð IMF, enda þar bara á ferðinni kapítalískir glæpamenn. Dávíð yrði látina fara úr SÍ, en í stað hans yrði ráðinn einhver hentugur vinstri maður, sem væri örugglega meðflokksskírteini í VG. Ögmundur myndi að sjálfsögðu halda áfram að sem formaður BSRB, enda sér hann ekki neitt að því.

Samgönguráðherra: Ætli framsóknarmenn fengju ekki þennan stól. Býst svo sem við því að fjórir til sex komi til með að berjast um það og stinga hver annan í bakið hægri vinstri til að tryggja sér stólinn. Myndi sennilega enda i höndum einhvers utanaðkomandi framsóknarmanns á endanum.

Iðnaðarráðherra:  Þuríður Backman yrði það heillin. Hún myndi að sjálfsögðu leggja það til að orkufrekur iðnaður yrði bannaður, álverum lokað og virkjanir gerðar að minjasöfnum um „óráðsíu og skammsýni kapítalista". Myndi taka fyrstu skóflustungu að alþjóðlegri fánaverksmiðju á vestfjörðum og fjallagrasa verksmiðju fyrir austan.

Umhverfisráðherra: Magnús Þór Hafsteinsson fengi þarna embætti. Veit svo sem ekki hvað hann myndi gera þarna.. Ætli það yrði nokkuð frekar en vanalega....?

Heilbrigðisráðherra: Jón Bjarnason myndi klárlega fá þennan stól. Hann myndi fljótlega leggja það til að einkaaðilum yrði með öllu bannað að koma nálægt rekstri í heilbrigðismálum. Slík er blátt áfram alveg stórhættulegt. Öllum einkareknum læknastofum yrði umsvifalaust lokað, og þeir sem reka slíkar stofur skikkaðir til að vinna fyrir ríkið, ellegar missa lækningaleyfið

 

Þannig sá ég þetta nú fyrir mér. En reyndi jafnskjótt að gleyma þessu aftur. Enda hreinlega hrikalegt til þess að hugsa ef þetta yrði að veruleika. Þá myndi ég fyrst fara að huga að því að flytja úr landi.

 

 


mbl.is Undrandi á forseta ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórður, þú átt hug minn allann

Hrafn bjarnason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er RAF stjórnin! Ríkisstjórn afturhaldssamra fýlupoka!

Kjósum haustið 2009!

Björn Birgisson, 27.11.2008 kl. 13:19

3 identicon

Cmon Þórður við vitum alveg að þetta myndi bjarga öllu.

Atli Már (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband