Leita í fréttum mbl.is

Rétt viðbrögð lögreglu

Mér finnst að viðbrögð lögreglu í dag hafa verið hárrétt. Það má ekki líðast lengur að fámennur hópur atvinnubílstjóra leggi líf annarra borgara í hættu til að vekja athygli á málstað sínum. Nú í dag var einfaldlega komið nóg, og því voru viðbrögð lögreglu rétt. Það er í þeirra verkahring að halda uppi lögum og reglum í landinu, og hvað sem hver segir þá var þessi fámenni hópur bílstjóra að brjóta lögin, og við því var að bregðast.

Ég fylgdist með þessu í dag á RÚV, og heyrði viðtöl við nokkra einstaklinga. Þar var bílstjórum heitt í hamsi, og töldu gróflega á sér brotið. Í þeirra augum er það greinilega þannig að beita má hvaða aðferðum sem er til að koma málstað sínum á framfæri. Þeir telja greinlega að þeim eigi að leyfast allt til þess að vekja á sér athygli. Í mínum huga er það skýrt að það þýðir lítið að haga sér eins og asni og koma svo skælandi fram þegar búið er að skamma mann

Þessar aðgerðir vörubílstjóra hafa fyrir löngu misst marks, en samt sem áður telja þeir sig hafa allan almenning að baki sér. Ég tel svo ekki vera, þeir hafa fyrir margt löngu hrakið burt frá sér marga sína stuðningsmenn með framferði sínu. Enda hefur það komið fram í í fjölmiðlum (að ég held á rás 2) að þetta eru ekki almennir vörubílstjórar sem þarna eru að mótmæla, heldur eru þarna í forsvari eigendur verktakafyrirtækja.

Það er sjálfsagður réttur manna að mótmæla, en menn varða að gera það með þeim aðferðum sem falla að lögum og reglum nútíma samfélögum.


mbl.is „Alltof harkalegar aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband