Leita í fréttum mbl.is

Loksins loksins

Undanfarna daga hefur verið unnið að því að fjarlæga stóra sementstanka sem stóðu niðri við höfnina hérna á Reyðarfirði. Þessar tankar hafa staðið þarna frá árinu 2003 (að ég held) og hafa ekki beint verið fögur sjón. Þótti bæjarstjórn á þeim tíma, ástæða til að planta þeim þarna, í miðjum bænum, þar sem margir höfðu séð fyrir sér blómlegan miðbæ, sem hugsanlega hefði verið hægt að byrja að kom upp vísi að á þessum tíma.

Ég var einn af þeim sem andmælti því að þessi ferlíki væru sett þarna niður, enda taldi ég og tel raunar enn að iðnaðarsvæði eigi ekki vera í bænum miðjum, heldur eigir að reyna að finna önnur svæði undir slíkt, og er nú af nógu að taka.  En ekki þýddi víst að andmæla, enda var maður þá á móti framförum, nöldrari sem átti ekki að vera skipti sér af því sem manni kom ekki við. Enda yrðu þessir tankar og sú starfsemi sem þeim fylgdi í alla staði mjög snyrtileg, tja gott ef að við gætum ekki bara eftir nokkur ár orðið jafn stolt af tönkunum og íbúar Lundúna af Big Ben.

Og ekki mátti tala um að láta fyrirtæki það sem þarna var með starfsemi ganga vel um, end16.04.08 134a var það nú þannig að alls ekki mátti gera kröfur það að fyrirtæki gengju vel um, því að þá var stórhætta á því að þau færu eitthvað annað. Hugsunarhátturinn var semsagt sá að maður átti bara að vera sáttur við það að menn kæmu hingað með bisness, en ekkert að vera mjamta kjafti og lyfta rassi yfir sóðalegir umgengi eða öðru slíku. Það gæti þýtt að fyrirtækju myndu flýja staðinn og láta það orð berast að hér væri algerlega óverandi. Rökrétt ekki satt........

En nú eru semsagt tankarnir farnir, og koma vonandi ekki aftur..... og sennilega nóg komið af nöldri...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Ég hlakka mikið til að koma austur og líta bæinn augum tankalausann á ný. Þarna er ljót varta horfin og er það vel.

Nú ríður á að nýta tækifærið sem gefst vel þannig að svæðið megi verða skemmtilegra en er og að þau hús sem á svæðinu vonandi rísa, falli vel inn í það sem er þarna fyrir, þ.e. gömlu kaupfélagshúsin, og nýti jafnframt alla þá möguleika sem felast í legunni við gömlu höfnina.

Þarna gefst tækifæri til þess að gera eitthvað gott en þá þarf líka að halda spila rétt úr því sem er á hendi. 

Gunnar R. Jónsson, 21.4.2008 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband