Leita í fréttum mbl.is

Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarða

5011d3dbd0f311aÍ gærkvöldi skellti ég mér á árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar. Þetta er árleg skemmtun grunnskólans þar sem nemendur í 1-7 bekk koma fram og skemmta áhorfendum. Og ég held að ég ljúgi ekki þegar ég segi að þetta sé alltaf einhver best sótta skemmtun hérna í bænum, enda mjög skemmtileg. Og það var sko enginn undantekning í gær. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og gat ég ekki betur heyrt e að allir þeir sem mættu hafi skemmt sér hið besta.

Það er ákaflega gaman að horfa á krakkana leika, enda eru þau búin að leggja á sig mikla vinnu fyrir þetta, semja og æfa alla vikuna. Það sést líka einkar vel hversu gaman þau hafa af þessu, leikgleðin skín úr hverju andlit. Ekki er nú mjög mörg ár síðan maður stóð í þessum sömu sporum sjálfur, og alltaf var þetta jafn skemmtilegt.

Fannst sérstaklega gaman að sjá leikritið sem 6. bekkur setti upp í gær. Það hét "Fólkið í blokkinni" og fjallaði um íbúa í blokk einni, sem voru jafn ólíkir og þeir voru margir. Það lenti svo á húsverðinum að taka við öllum þeim kvörtunum sem bárust og halda öllum góðum. Mér fannst þetta leikrit alveg hreint yndislegt, mikill húmor en samt góður boðskapur. Ekki skemmdi fyrir að það var mjög vel leikið og greinilegt að þarna voru efnilegir leikarar á ferð. Tók ég sérstaklega eftir tveimur Almar Blær, sem lék húsvörðinn og Magnús Magnússon sem lék gamlan mann að nafni Bolli. Þessir tveir voru alveg frábærir í sínum hlutverkum, skiluðu sínu mjög vel, voru skýrmæltir og manni leið eins og þeir hafi bara verið á svið í mörg mörg ár.

En takk krakkar í grunnskólanum fyrir mjög góða skemmtun...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

En gaman að heyra. Skemmti mér líka hið besta. Er búin að taka við mörgum "hamingjuóskum" með leiksigur barnsins...

Snáði er líklega með leiklistina í sér- enda hefur hann alla tíð stefnt á leiklistarskólann eftir menntaskólann, en grunnurinn er uppeldið úr Ártúnsskóla, en það eru þau á sviði lon og don!

Hann sendir þér eiginhandaráritun þegar hann tekur við óskarnum, hehehehe...

Kv Krissa- Almars Blæs mamma!

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband