Leita í fréttum mbl.is

Af bæjarmálum

Það var óskaplega einkennilegt að fylgjst með umræðum um fundargerð menningarnefndar Fjarðabyggðar sem fram fór á bæjarstjórnarfundi þann 1.11. sl.  Þar var aðalega rætt um einn lið fundargerðarinnar þar sem fjallað var um styk sem Guðmundur R. Gíslasson sótti um. Undirriataður setti sig upp á móti því að Guðmundur fengi styrkinn, en meirihluti nefndarinar (Fjarðalisti og Framsókn) voru með. Því miður er bókun fundarins þannig að þar stenduur orðrétt ,, Þórður Vilberg er mótfallinn styrkveitingum til tónleikahalds,,. Þetta er ekki alskostar rétt, heldur sagði ég að ég væri mótfallinn styrkveitingu til tónleika af þessu tagi og það skal ég útskýra síðar í þessari grein.

Á þessum umtalaða bæjarstjórnarfundi komu allri fulltrúar meirihlutans í Fjarðabyggð í pontu og gerðu mikið úr þessum orðum mínum og vil ég þess vegna leiðrétta þetta. Þetta var ekki það sem ég sagði, og alls ekki það sem ég vil. Að sjálfsögðu vil ég að tónlist eigi jafna mögueleika á styrkúthlutunum eins og hver önnur listgrein

Ástæðurnar sem ég setti fyrir mig þegar ég ákvað að vera á móti þessari styrkveitingu var einföld; Ég tel að það sé ekki í verkahring mennigarráðs að styðja tónlistarmenn, með penningalegum styrk til þess að standa straum af  útgáfu og kynningu  á efni sem fer á  almennan markaði í gróðrarskyni.  Svo einfalt er það, og hvað sem líður öllum samsærikenningum Jóns Björns Hákonarssonar um það að ég og mín flokkssystkyn séum í þessu vegna einhverrar persónulegrar óvildar í garð Guðmundar R., þá er þetta mín afstaða. Ég er ekki vanur því að láta aðra gera mér upp skoðannir og biðst því hér með undan því að formaður menningarráðs, Jón Björn, eða aðrir meirihlutamenn séu að því!

Annars var svolítið merkilegt að fylgjast með þessum fundi, ég held að ég hafi aldrei séð alla bæjarfulltrúa meirihlutans áður koma og leggja orð í belg, og sjaldan séð jafn líflegar umræður fara fram í ræðustól bæjarstjórnar. Mig langar að hrekja hérna nokkur atriði sem komu fram í máli meirihlutans

1.       Talað var um að þetta væri alls ekki í fyrsta skipti sem að tónleikar væru stykrtir. Það er vissulega rétt, en í þeim tilfellum sem ég finn í fundargerðum menningarráðs, aftur til ársins 2005, er þar um að ræða tónleika sem haldnir eru af frumkvæði einstaklinga í bænum sem safna saman nokkrum tónlistar mönnum allstaðar að af landinu og koma þeir fram einu sinni. Þessi tónleikar eru aldrei í framhaldi af útgáfu geilsdisks og hvað þá eru tónleikarnir hugsaði sem kynning á ný útkomnum disk eins og þessir tónleikar Guðmundar voru

2.       Guðmundur R. á sama rétt og aðrir á að sækja um styrk. Guð minn almáttugur mér dettur akkúrat ekkert annað í hug  og ég hvet hann til þess að sækja um aftur seinna.

3.       Hvar ber mat á það hvort að menn eru frægir listamenn eða ekki? Þetta er náttúrulaga barnalega spurning, Guðmundur R. var forsöngvari í frægri hljómsveit á 10 áratug sl. aldar. Þegar plata hans hefur verið kynnt hefur ekki verið farið í neinar felur með það. Platan hans var nokkuð mikið spiluð á rás 2 auk þess að hann kom fram með hana í sjónvarpi og blöðum. Guðmundur er í útgáfu til þess að reyna að græða á henni, og ég gæti vel trúað að hann geri það, án þess að ég fullyrði nokkuð um það. Og þar kemur að það er enginn ástæða til að Fjarðabyggð láti af hendi opinbert fé til þess að styrkja þessa útgáfu eða annað sem henni tengist, frekar en aðrar slíkar. Eða hvað yrði sagt ef að Eyþór Arnalds fengi styrk frá Árborg til þess að fylgja á eftir nýjustu plötu sinni. Ég er hræddur um að þá myndi heyrast hljóð úr horni! 

 

Ég hef einnig í þessu öllu saman velt fyrir mér hvers vegna öðum þeim sem sóttu um styrki til tónleika halds og útgáfu hafi verið hafnað í vor þegar styrkúthlutanir voru veittar? Þetta er spurnig sem menningarráð þyrfti að svara. Nú veit ég að fulltrúar meirihlutans hugsa enn og aftur og segja kannski upphátt ,, hann bað um styrk til tónleika halds ekki útgáfu´´. Þess vegna er kannski ágætt að benda þeim á þessi tónleikaferð var sérstaklega farin til að kynna hinni nýútkomnu plötu, fylgja henni eftir og væntanlega auka sölu hennar. A.m.k ef eitthvað er að marka orð Guðmundar R.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður vertu ekki að reyna að snúa þig út úr þessu. Þú værir meiri maður ef þú viðurkenndir að þetta er rammpólitískt mál. Þú vildir ekki styrkja Guðmund því hann er pólitískur andstæðingur þinn sem þú ræður ekki við og kemur aldrei til með að gera.

Gunnar G (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:32

2 identicon

,, Þórður Vilberg er mótfallinn styrkveitingum til tónleikahalds,,. Þetta er ekki alskostar rétt, heldur sagði ég að ég væri mótfallinn styrkveitingu til tónleika af þessu tagi

Varðandi bókunina þína í fundargerð - þú verður að standa klár á að rétt sé eftir þér haft. Neðst kemur fram að fundargerðin hafi verið lesin upp og samþykkt. Þú sérð það jafnvel og ég að þessi bókun lítur ekkert of vel út fyrir þig.

En það er nokkrar sem ég kveikti á - er fordæmi fyrir sambærilegum umsóknum um styrki til tónleikahalds í kjölfar plötuútgáfu? Hefur Fjarðabyggð verið að styrkja tónleikaferðir tónlistarmanna úr Fjarðabyggð? Hvernig er málum háttað með styrki til tónlistarmanna í Fjarðabyggð yfirhöfuð?

Zunderman (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill Doddi

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 16:54

4 identicon

Ég segi nú bara hvað í ósköpunum ert þú að gera í menningarnefnd?  Ekki er það brennandi áhugi á menningarmálum eða hvað???  Þú ættir að vera í íþróttamálunum.... en svona er nú þessi bjánalega pólitík.  Í menningarnefnd eiga að vera þeir sem hafa áhuga á menningu.. í íþróttamálum eiga að vera áhugamenn um íþróttir.. í fjármálunum eiga að vera menn með fjármálavit.... en svona er þessi bjánalega pólitík.....

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 18:06

5 Smámynd: Þórður Vilberg Guðmundsson

Sæll Jón Hilmar

Ég hef mikinn áhuga á menningarmálum, en það er nú svo að menning er svo miklu meira en bara tónlist. Það að halda því fram að ég hafi ekki áhuga á menningu vegna þess að ég setti  mig uppámóti styrkveitingu til handa Guðmundi eru barnaleg rök. Svona álíka eins og að segja að sá sem hefur ekki áhuga á fótbolta hafi engan áhuga á íþróttum

Guðmundur hefur verið öflugur í menningarlífi okkar, og heldur því vonandi áfram, hann hefur auðgað menningu okkar gífurlega.

Annars held ég að að ég útskýri afstöðu mína vel hérna á undan og ætti þetta því að vera nokkuð skýrt fyrir alla sem eru þokkalegal læsir

En annars takk fyrir innlitið!

kv

Doddi

Þórður Vilberg Guðmundsson, 3.11.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

og amen á eftir efninu  

Bjarney Hallgrímsdóttir, 4.11.2007 kl. 01:49

7 identicon

Blessaður eða á ég að segja... já sæll.... Ég var nú bara að velta fyrir mér hvernig þetta væri með þessar nefndir.  Menning er meira en tónlist og tónlist er meira en menning.  Ég var nú svo sem ekkert að kommentera á þessa styrkveitingu eða þitt atkvæði varðandi það eða þín störf yfirleitt.  Ég er nú bara að velta fyrir mér því hverjir það eru sem taka ákvarðanir varðandi menningarmál í bæjarfélaginu og á hvaða forsendum þær eru teknar.  Það stendur nefnilega hvergi á heimasíðu þinna að þú hafir áhuga á menningu, tónlist eða dansi....

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 12:53

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Spáðu nú aðeins í það sem þú segir.

1.Að sjálfsögðu vil ég að tónlist eigi jafna mögueleika á styrkúthlutunum eins og hver önnur listgrein.

2.Þetta er ekki alskostar rétt, heldur sagði ég að ég væri mótfallinn styrkveitingu til tónleika af þessu tagi .

ég held að þú heitir Ragnar Reykás.

Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 20:11

9 Smámynd: Þórður Vilberg Guðmundsson

Sæll Einar

Ég legg nú ekki í vana minn að svar dylgjum og órökkstuddum kommentum, en get þó ekki stillt mig um að spyrja hvað þú ert að meina?

Ég útskýrði í pistlinum afhverju ég taldi að tónleikaferð Guðmundar ætti ekki að fá styrk, þannig að ég skil eiginlega ekkert hvað þú ert að fara! 

Þórður Vilberg Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 23:39

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nú tónleika af þessu tagi....menn mega greinilega ekki gefa út plötu þá miðað við það sem þú skrifar fellur það undir tónleika af þessu tagi........þú talar eða réttara sagr skrifar í hringi......

og Gummi græðir ekki á þessu það get ég lofað þér.

Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 00:02

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

lestu bara nokkrum sinnum yfir það sem þú hefur skrifað, þá áttar þú þig á þessu.

Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 00:02

12 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson


Doddi ég stendi 110% á bakvið þig í þessu máli skattarnir okkar eiga ekki að fara í það að hjálpa öðrum að græða peninga. Væri ekki eitthvað sagt að ég vildi fá styrk til að auglýsa nýja sjoppu sem ég væri að opna á Reyðarfirði. Ég meina ég mundi vilja styðja við bakið á upptökum og svoleiðis en ekki promoteringu á einhverri vöru.

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 5.11.2007 kl. 00:37

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já ég get séð að reka sjoppu er mjög svipað og að gera sæina eigin tónlist...hvor tveggja mjög menningarlegt.....er það ekki kallað sjoppumenning

Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 09:10

14 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Ég held að tónlistarkennarinn ætti að setjast aðeins niður og melta það sem hann les áður en hann sest niður við skriftir og beina vindinum í sakófóninn.

Það sem Doddi setur hér fram er svo kristaltært að góðan vilja þarf til að misskilja -sem mig grunar reyndar að hér sé á ferðinni.

Það er í góðu lagi að hafa gefið út plötu en að styrkja tónleika sem eru beinlínis eftirfylgni við plötu á borð við þá sem Guðmundur hefur gefið út og er á því sviði þar sem mest er framleiðnin og markaðurinn kannski móttækilegastur fyrir efni af þessu tagi er ekki rétt.

Síðan má segja að það sé eðlismunur á milli tónlistarstefna þegar kemur að plötuútgáfu, t.a.m. er eitt að styrkja félagasamtök á borð við kóra (hvers markaður er nokkuð takmarkaður) og poppstjörnu sem lifir enn á fornri frægð.

Jaðarmennska í tónlist og mainstream popparar eru ekki sambærilegir hlutir eins má segja að þeir sem séu að stíga sín fyrstu skref eigi efiðara uppdráttar heldur en sjóaðir menn á borð við Guðmund.

Fyrir mitt leyti þá er það mín skoðun að Menningarráð ætti að spila úr sínum takmörkuðu sjóðum þannig að stutt væri við bakið á þeim sem eru að spretta fram á völlin sem og tónleika á borð við Harðangursfiðlutónleika og tónleika Lúðrasveitar Reykjavíkur sem haldnir voru í Fjarðabyggð á sínum tíma og hlutu hvoru tveggja styrk frá ráðinu.

Peningar sem settir eru í styrki eru takmarkaðir, þótt upphæðin sé vissulega nokkuð vegleg, og úr þeim þarf að spila þannig að þeir fái sem mest þurfi á að halda, þeir sem koma fram með eitthvað nýtt og ferkst og síðan nokkrir fastir póstar (en trúbadorahátíð Guðmundar er þar á meðal og fær um 200. 000 kr. ár hvert).

Reynum í sameiningu að rífa þessa umræðu upp úr forinni Einar minn og reyna að gera eitthvað prodúktívt úr þessu ef möguleiki er til. 

Eins held ég að hinn tónlistarkennarinn sem hér hefur látið ljós sitt skína ætti að skammast sín fyrir fáránlegar dylgjur sínar.

Gunnar R. Jónsson, 5.11.2007 kl. 14:03

15 identicon

Ég hef ekki tjáð mig nokkurn skapaðan hlut um þessa styrveitingu eða atkvæði henni tengdri.  En afsakið ef mér finnst að fólk með áhuga á menningu eigi að sitja í menningarnefnd.  Ég reyni að vera duglegur við að sækja menningarviðburði og sé hverjir mæta og hverjir ekki (á þá viðburði sem ég kem á) Þeir sem sitja í menningarnefnd eiga að vera duglegir við að sækja menningarviðburði.  Ég er ekki svona "pólitík" svo að þetta á jafnt við um alla flokka.   (Að vera pólitík er að styðja sinn flokk og flokksbræður sama hversu vitlausir þeir eru og hversu mikla vitleysu þeir láta útúr sér.  Heimskulegt ekki satt?) 

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband