Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
4.2.2009 | 20:33
Er þetta stefnan í atvinnumálum??
Ráðist skal í sértæk átaksverkefni með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum til að vinna gegn atvinnuleysi.
Þetta er setning úr stjórnarsáttmála nýrrar minnihlutastjórnar Samfylkingar og VG. Þetta er mál að sjálfsögðu allir geta tekið undir og vilja vinna að. En þegar ég rak augun í þetta í dag gat ég ekki varist þeirri hugsun að kannski væri þessi setning í stjórnarsáttmálanum bara orðin tóm.
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra hinu ýmsu málefna, hefur sagt að hann komi til með að endurskoða ákvörðun fyrrverandi Sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar í atvinnuskyni. Ákvörðun sem getur skapað um 200 ný störf á NV-landi
Kolbrún Halldórsdóttir segir að ekki komi til greina að álver verði reist á Bakka. Framkvæmd sem getur tryggt ansi mörg störf á Norðurlandi. Reyndar talar hún þar í kross við Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra, en það er svosem eitthvað sem við megum búast við í þessari vinstristjórn
Er þetta atvinnustefna hinnar nýju ríkisstjórnar?
Vil að lokum benda á mjög góða grein hjá Gunnari um kosningu á forseta þingsins í dag. Hana má finna hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 18:24
Af málefnum vinstristjórnar..
Þá hefur ný ríkisstjórn tekið til starfa. Minnihluta stjórn Samfylkingar og VG, með stuðningi Framsóknarflokksins. Ég hef undanfarið verið að skoða hin nýja stjórnarsáttmála og verð að segja að mér þykir það heldur ómerkilegt plagg. Uppfullt af innantómu orðagjálfri.
Stærsta mál þessarar stjórn, og væntanlega þá það mikilvægasta, virðist vera að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum og breyta skipuriti hans. Þetta á að gera án þess þó að nokkur maður hafi getað bent á afglöp Davíðs í starfi. Málið er þess vegna bara pólitískt. Þá á að reka Davíð Oddsson vegna pólitískra skoðana hans. Ég veit allavega ekki til þess að bent hafi verið á þau brot hans í starfi sem geta verið brottrekstrar sök.Nú skal ég taka undir þá skoðun að ákveðnar breytingar verði að gera í SÍ. en sé samt ekki alveg að það sé það mál sem skipti heimilin´og atvinnulífið mestu máli
Það hefur líka verið ákaflega gaman að sjá það fólk sem myndar þessa nýju stjórn éta ofan í sig fyrri ummæli sín um hitt og þetta. Svo miklu hafa þau þurft að að torga að þeim hlýtur að vera orðið bumbult. Við skulum rifja upp nokkur atriði:
- Afstaða Steingríms J. og fleiri þingmanna VG um IMF. Það er ekki langt síðan að SJS sagði að sennilega væri best að skila láninu
- Evrópumálin: Samfylkingin sagði bara rétt fyrir jól að ef að Sjálfstæðisflokkurinn yrði taka upp hina einu rétta afstöðu í Evrópumálum annars yrði stjórninni slitið
- Gylfi Magnússon sagði á einhverjum útfundinum hjá Herði Torfa að Ríkisstjórnin yrði að víkja, og enginn sem þar væri mætti koma að endurreisn landsins. Veit ekki betur en að Gylfi Magnússon sitji núna í ríkisstjórn undir forsæti Samfylkingar
- Frysting eigna auðmann, var eitt af helstu baráttumálum VG, ekkert hefur meira heyrst af því, og verður væntanlega ekkert meira miðað við orð dómsmálaráðherra í gær
Svona gæti maður haldið áfram í lengi. Auk þess má benda á að eins og í öllum vinstristjórnum er að sjálfsögðu hver höndin komin upp á móti annarri. Kolbrún Halldórsdóttir hefur t.a.m sagt að álver á bakka sé úr myndinni en Össur Skarphéðinsson hefur sagt að það sé enn á teikniborðinu.
Það verður gaman að sjá hversu lengi þessi ríkisstjórn lifir..
Pólitískar hreinsanir og heift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)