Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þungt högg..

Þetta eru alls ekki góðar fréttir. Ljóst að þetta mjög þungt högg fyrir atvinnulífið á héraði. Þær sögu hafa samt flogið undanfarin 2 ár, að Malavinnslan hafi verið í miklum erfiðleikum. Af og til hafa komið fram sögur um það að gjaldrot blasi við og að fyrirtækið hafi verið illa rekið. Hvað var hæft í því ætla ég ekki að dæma um, enda hef ég engar forsendur til þess. En maður hlýtur þó að spyrja sig hver staða Kaupfélags Héraðsbúa sé eftir þetta, en kaupfélagið var eigandi Malavinnsluna. Þetta hlýtur að vera kjaftshögg, ef ekki rotthögg fyrir Kaupfélagið?
mbl.is Gjaldþrotabeiðni Malarvinnslunnar samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrædd þjóð....

Ýmislegt hefur gengið á síðan ég lét síðast eitthvað eftir mig liggja á þessari síðu. Er greinilega ekkert svakalegt efni í  ofurbloggara...

En eins og áður sagði hefur margt gengið á. Ekki ætla ég að státa mig af því að skilja það allt. Ég hef þó reynt að fylgjast vel með, setja mig að einhverju leyti inni í málin eftir því sem kostur er.

Eitt er það sem hefur vakið athygli mína umfram annað undanfarna daga. Það er sú mikil reiði sem er grasserandi í samfélaginu, og að mörgu leyti skiljanlegt. Menn hafa tapað í sumum tilfellu miklum peningum og eru hræddir um sína stöðu. Þessi reiði hefur kannski helst brotist út í því að menn ganga nú um með hrópum og köllum, heimta að hausar verði látnir fjúka, blóðið renni og hinn og þessi axli ábyrgð á gjörðum sínum. Gjörðum sem menn telja að hafi valdið því að svo er komið. Gamlir stjórnmálaforingjar hafa farið fyrir hópi mótmælenda og krafist þess að ráðamenn þjóðarinnar læri að skammast sín og fólk segi af sér.

Mér þykja þessi viðbrögð bera að mörgu leyti keim af því að þjóðin er hrædd, líkt og hún sé að fara á taugum. Það er komið upp einhverskonar ofsahræðslu ástand, sem fjölmiðlamenn eru  oft á tíðum duglegir að kynda hressilega undir. Hræðslan er að brjótast út í reiði og heift. En er það að skila okkur einhverju. Góður maður benti mér á ágæta samlíkingu um helgina:  Þjóðaskútan er stödd í miklum ólgusjó, það er kominn leki og við sem erum farþegar í skútunni ákveðum, í  stað þess að fara ausa, að ráðast á skipstjórann og hans aðstoðarmenn. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Það allra síðasta sem íslensk þjóð þarf á að halda núna er að hér verði einhvers konar panik ástand. Við þurfum á æðruleysi og staðfestu að halda. Við þurfum öll sem eitt að leggjast á árarnar og koma okkur út úr þeim öldudal sem við erum í. Ef við gerum það ekki er hætt á að skipið leggist endanlega á hliðina, og komist ekki í höfn. Það ef eitthvað sem engin vill. Róum okkur nú aðeins niður, teljum upp að tíu og drekkum kalt vatn. Það er unnið að því dag og nótt að koma okkur á réttan kjöl, og við þurfum öll að hjálpa til við það. Ekki bara standa einhverstaðar og hrópa að hinir og þessir þurfi að axla ábyrgð, allir aðrir en við sjálf. Það ástand sem hér er engum einum að kenna. Það er mikil einföldum og heimska að halda það. Það eru margir samverkandi þættir sem hjálpuðust að við að koma Íslandi í þá stöðu sem við erum í. Það hafa verið gerð mistök víða.

Í því ástandi sem hér ríkir hafa menn verið ansi duglegir við að benda á skyndilausnir við vandanum sem við stöndum farmi fyrir. Þjóðinni er jafnvel farinn að trúa því að ef við förum að ráðum þessara manna falli hér allt í ljúfa löð. Í þessu sambandi hefur nafn Davíðs Oddssonar komið oft upp, og margir vilja hann að hans haus fái fyrstur að fjúka. Menn hafa jafnvel ekki vílað fyrir sér að ráðast að honum persónulega. Menn reyna að persónugera vandan í honum. Menn ættu kannski að horfa til þess að hann var einna af þeim sem benti á að hér væri of hratt farið. Hann reyndi árið 2004 að koma á lögum sem komu í veg fyrir að fjölmiðlafyrirtækin söfnuðust á fárra hendur. Hvað var þá sagt? Þá sögðu menn að sjálfstæðisflokkurinn færi fram með offorsi og einræðistilburðum. Hvað hefðu menn sagt ef lagt hefði verið fram svipað frumvarp til að koma hömlum á bankana? Nákvæmlega það sama. Menn hefðu verið úthrópaðir fyrir að ráðast að  einstökum mönnum og fyrirtækjum þeirra.

Og þó svo að Davíð Oddson sé vissulega öflugur maður, þá er hann hvorki þess megnugur að koma af stað þeirri heimskreppu sem nú ríkir, og kom íslensku bönkunum í þrot, né er hann svo öflugur að hann einn hefði getað komið í veg fyrir að hún hefði áhrif á okkur. Það er enginn einstaklingur svo öflugur að geta.Vandamálið er að stórum hluta alþjóðlegt og til þess verða menn að horfa áður en þeir ráðast að ákveðnum mönnum og kenna þeim um hvernig komið er fyrir okkur.

Evrópusambandið er eitthvað sem menn, sem ég taldi vera málsmetandi, hafa reynt að benda þjóðinni á sem einhverja töfralausn sem komi til með að kippa hér öllu í liðni, sömu menn segja einnig  að værum við inní ESB hefði þetta aldrei gerst. Þetta finnst mér vera mikil einföldun á staðreyndum. Í fyrsta lagi bitnar fjármálakreppan líka á ríkjum sem eru í ESB,. Það eru öll ríki heimsins að berjast við hana, ESB er þar ekki undanskilið. Þar að auki verða menn að lýta til þess að við erum ekki í nokkurri stöðu til þess að sækja um aðild eins og staðan er í dag. Fyrst þurfum við að komast út úr þeim vandamálum sem við er að etja, og þá fyrst getum við farið að ræða það að sækja um aðild, og vega galla þess ekki síður en kosti. Sumir virðast gleyma því að ESB aðild fylgja einnig þó nokkrir gallar. Allt þetta þarf að ræða í góðu tíma og rúmi, og það er ekki til staðar eins og er.

Það sér það hver maður að það breytir engu um stöðu mála í dag, þó að Davíð Oddsson fari úr seðlabankanum, Geir Haarde boði til kosninga, eða við göngum í ESB. Ég tel mun skynsamlegra fyrir okkur að bíða með allar nornaveiðar og skyndilausnir þar til í höfn er komið.  


mbl.is Vilja hefja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband