Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Bókamarkaður

180px-JorgenjorgensonÁ föstudaginn fórum við Gunnar Ragnar á bókamarkað Eddu-útgáfu. Við stoppuðum ekki lengi við, en samt tókst mér að kaupa einar 7 bækur, og borgaði ekki nema 5000 kr. fyrir það. Á örugglega eftir að fara aftur þarna inn og versla.

Meðal bókanna sem ég keypti var Eldhuginn eftir Ragnar Arnalds. Þar er sagt frá merkilegri tilraun skipstjórans Jörgen Jörgensen til þess að ræna völdum á Íslandi og losa okkur undan oki Dana. Jörgensen, sem við kannski þekkjum betur sem Jörund Hundadagakonung, var hugsjónamaður mikil en hefur sennilega verið nokkrum áratugum á undan sinni samtíð, enda stóð veldi hans stutt og Íslendingar gáfu ekki mikið fyrir veldi hans. Þetta þótti frekar kannski bara skemmtileg tilbreyting í frekar tilbreytingarsnauðu lífi Íslendinga. Ég hef alltaf haft gaman af þessari sögu, og man sérstaklega þegar ég sá sjónvarpsleikrit sem sýnt var í Ríkissjónvarpinu jólin 1994. Ég tók það upp og horfði svo á það aftur og aftur. Merkileg saga sem ekki má gleymast. En ég mæli allavega hiklaust með þessari bók Ragnars

Meðal annara bók sem ég keypti var ævisaga Steingríms Hermanssonar, það verður spennadi að kynna sér hana. Svo að sjálfsögðu Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar eftir Davíð Oddsson. Ég á fyrir og hef lesið bókina hans Stolið frá höfundi stafrófsins og fannst hún virkilega góð, og það sem að ég hef lesið að þessari lofar svo sannarlega góðu. Báðar eru bækurnar safn smásagna, og sýnir Davíð svo ekki er um villst að hann var ekki bara bráðsnjall pólitíkus heldur einnig afbragðs góður penni. Sögurnar eru fullar af leiftrandi húmor, og eru mjög skemmtilegar.

 


Ætli Smári hafi tekið fyrstu ferð...?????

Það er rétt að óska Fjarðabyggðarbúum til hamingju með þess rennibraut.Eflaust verður miklu betra að fara í sund á Norðfirði eftir þetta. SÚN (Samvinnufélag útgerðarmanna, Norðfirði) gefur rennibrautina, en ekki hefur fengist uppgefið hver borgar uppsetninguna, en það er kannski aukaatriði. En ég fór svona að velta fyrir mér hvernig dagskráinn hafi verið;

  • Smári Geirsson hefur klippt á borðan og rennt sér fyrstu ferð, og Helga bæjarstjóri þar á eftir+
  • Gummi Gísla, forseti bæjarstjórnar hefur að sjálfsögðu tekið nokkur vel valin lög af nýju plötunni sem heitir hinu hógværa nafni ,, Íslensk tónlist´´
  • Og að sjálfsögðu hefur Gummi rifjað upp gamla takta og sungið ,, Til hamingju Fjarðabygg með að Fjarðalistinn er hér´´
  • Og um leið sagt að hann hefi enginn tengsl við Samfylkinguna frekar en aðrir á listanum
  • Síðan hefur verið gefið frítt í sund, og kaka og kaffi

Þetta er svona mín hugmynd um hvernig þetta hefur verið, en allavega til hamingju Fjarðabyggð með nýja rennibraut. 


mbl.is Nýjar vatnsrennibrautir vígðar á Neskaupsstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, menn túlka hlutina misjafnlega

 munk2Í gær horfði ég á fréttaskýringarþáttinn Kompás sem sýndur er á stöð 2. Þar var stutt og ágætt umfjöllum um munkana sem komið hafa sér fyrir á Kollaleiru við Reyðarfjörð. Eins og áður sagði var umfjöllunin ágæt en það stakk þá aðeins mitt Reyðfirska hjarta þegar að fréttamaðurinn sagði í upphafi ,,Munkarnir sem lifa í sátt og samlyndi, við Guð og menn, á þessum afskekta stað,,. Ég gat nú ekki annað en skellt uppúr. Nú má vel vera að maður líti alltof stórt á bæinn sinn, en ég held að það geti enginn haldið því fram, með góðri samvisku að Kollaleira sé afskekkt, enda í góðu göngufæri við bæinn. Allavega varð mér aldrei meint af labbinu heiman frá mér og til skólabróður míns sem þá bjó að Kollaleiru, enda tók það ekki nema um 15 mínútur. En það getur svosem verið að upplifun borgarbarnana sem gerðu þennan þátt hafi verið önnur.

 

 En annars var bara mjög gaman af þessari umfjöllun um munkana og gaman að sjá að þeir séu búnir að koma  sér vel fyrir í firðinum fagra. Kannski að maður geri sér einhverntíman ferð til þeirra og kíki í messu.  Hver veit.


En skemmtilegt!

Alltaf gaman að fá svona góðar fréttir í morgunsárið. Ég segi nú ekki annað en að það hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar. Einhver hlaut að sjá að þessi maður hafði akkúrat ekkert þarna að gera, enda ráðinn á pólitískum forsendum en ekki faglegum

Guðlaugur Þór...... Þú ættir að fá fálkaorðuna fyrir þetta.!!


mbl.is Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUS þing og fleira

Sælir kæru lesendur

Þá er maður kominn aftur til Reykjavíkur og það er bara gott. SUS þingið var náttúrulega bara snilld, mikið djamm auðvitað en svo var málefnastarfið einnig mjög skemmtilegt. Þórlindur Kjartansson var kjörinn formaður og Teitur Björn Einarsson varaformaður. Þess má til gamans geta að Þórlindur er ættaður að austan og er þar að auki Nikkari. Þetta þýðir að nú eru 2 Nikkarar í aðalstjórn SUS (Gunnar Ragnar er þar líka) og einn í varastjórn (ég). Þetta er náttúrulega ekkert nema gott fyrir sambandið ;)

En annars er frekar lítið að frétt héðan, lífið gengur sinn vana gang, skólinn tekur aðs sjálfsögðu mestan tíma, en annars reynir maður að gera eitthvað annað inná milli. Maður verður nú að fara kíkja eitthvað á djammið hérna, allavega áður en að einungis félagar í Góðtemplarafélaginu fá að fara í bæinn eftir kl 22:00 á kvöldinn!!

bið að heilsa

 


Eitt og annað

Góðan dag

Það er víst best að reyna að helda bjögunarstörfunum áfram. Ætla ekki að gefast alveg upp á þessu blessaða bloggi.

Það hefur svosem verið frekar lítið að gerast í þessari viku, fór reyndar á landsleikinn í gær og sá Íslendinga leggja N- Íra í frekar leiðinlegum leik. Svo hefur vikan svosem bara liðið í því sama og venjulega, skóli og læra. Þó svo reyndar að finni sér mjög oft eitthvað annað að gera heldur en að læra, t.a.m í gær þurkaði ég af öllu inni hjá mér og setti í TVÆR þvottavélar. Merkilegt nokk! ;)

Hef fylgst svolítið með umræðunni um leikskóla málin hérna í höfuðborginni undanfarið og verð bara að segja eins og er að ég furða mig á viðbrögðum minnihlutans í borginni við hugmyndum Þorgjörgar Helgu Vigfúsdóttur um að fá einkaaðila í auknu mæli að rekstri leikskóla. Mér er bara spurn; hvað er eiginlega að því? Við höfum góð dæmi um einkareknaleikskóla sem hafa bara gegnið mjög vel og verið til fyrirmyndar, ekki heyrir maður allavega mikið af umkvörtunum frá starfsfólki  á leikskólum Hjallastefnunfar. Auðvitað veit ég að við einkavæðum ekki bara leikskólana, kviss, bang búmm,  en ég tel að innkoma einkaaðila á þennan markað geri ekkert nema að bæta þjónustuna.

En að örðu. Nú kl 16:00 stíg ég uppí flugvél og flýg austur á land. Tilgangurinn með þessari ferð er að fara á Seyðisfjörð og taka þar þátt í SUS-þingi sem þar hefst á föstudag. Og mikið asskoti hlakka ég til. Þetta verður bara fjör, fullt af skemmtilegu fólki, málefnastarf og svo verður þetta allt saman toppað á Laugardaginn með balli með Todmobil í Herðubreið, allir að koma þangað..

Enn allavega ég er farinn að pakka....


Þá er komið að því...

Þá kannski kominn tími til að blása lífi í þessa bloggsíðu aftur.

Það margt á daga manns drifið síðan síðast. m.a

  • Ég er hættur að vinna á Leikskólanum LyngholtiFrown
  • Í sumar þjálfaði ég fótbolta hjá Val Rfj, það var fjör
  • Ég er fluttur til Reykjavíkur
  • Það er fínt
  • Byrjaður að stunda nám við Guðfræðideild HÍ

Þetta er svona allavega eitthvað. En eins og ég sagði þá er ég kominn í borgina og hef það bara fínt þar. Búinn að nota viku til að þvælast um bæinn og gera mest lítið. Í gær byrjaði svo skólinn með nýnemafundi og kaffi. Í morgun voru svo fyrstu tímarnir, Trúarbragðasaga og Samtíðasaga og inngangsfræði Nýja Testamentsins. Það var skrýtin tilfininf að setjast aftur á skólabekk eftir rúmlega árs hlé. En þetta veður bara skemmtilegt þó svo að þetta sé líka krefjandi. Ég hlakka til.

En annars er lítið að frétta svosem, sá áðan auglýsinguna umtöluðu frá Símanum, þar sem síðasta kvöldmáltíðinn er notuð á, að mér finnst, frekar ósmekklegan hátt. En það er nú bara mín skoðun. Svo er það nú SUS-þingið sem haldið verður á Seyðisfirði 14-16 September. Þangað ætla ég að mæta og eiga góða helgi

Þanngað til næst.......


Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband