Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
1.11.2007 | 23:14
Af bæjarmálum
Það var óskaplega einkennilegt að fylgjst með umræðum um fundargerð menningarnefndar Fjarðabyggðar sem fram fór á bæjarstjórnarfundi þann 1.11. sl. Þar var aðalega rætt um einn lið fundargerðarinnar þar sem fjallað var um styk sem Guðmundur R. Gíslasson sótti um. Undirriataður setti sig upp á móti því að Guðmundur fengi styrkinn, en meirihluti nefndarinar (Fjarðalisti og Framsókn) voru með. Því miður er bókun fundarins þannig að þar stenduur orðrétt ,, Þórður Vilberg er mótfallinn styrkveitingum til tónleikahalds,,. Þetta er ekki alskostar rétt, heldur sagði ég að ég væri mótfallinn styrkveitingu til tónleika af þessu tagi og það skal ég útskýra síðar í þessari grein.
Á þessum umtalaða bæjarstjórnarfundi komu allri fulltrúar meirihlutans í Fjarðabyggð í pontu og gerðu mikið úr þessum orðum mínum og vil ég þess vegna leiðrétta þetta. Þetta var ekki það sem ég sagði, og alls ekki það sem ég vil. Að sjálfsögðu vil ég að tónlist eigi jafna mögueleika á styrkúthlutunum eins og hver önnur listgrein
Ástæðurnar sem ég setti fyrir mig þegar ég ákvað að vera á móti þessari styrkveitingu var einföld; Ég tel að það sé ekki í verkahring mennigarráðs að styðja tónlistarmenn, með penningalegum styrk til þess að standa straum af útgáfu og kynningu á efni sem fer á almennan markaði í gróðrarskyni. Svo einfalt er það, og hvað sem líður öllum samsærikenningum Jóns Björns Hákonarssonar um það að ég og mín flokkssystkyn séum í þessu vegna einhverrar persónulegrar óvildar í garð Guðmundar R., þá er þetta mín afstaða. Ég er ekki vanur því að láta aðra gera mér upp skoðannir og biðst því hér með undan því að formaður menningarráðs, Jón Björn, eða aðrir meirihlutamenn séu að því!
Annars var svolítið merkilegt að fylgjast með þessum fundi, ég held að ég hafi aldrei séð alla bæjarfulltrúa meirihlutans áður koma og leggja orð í belg, og sjaldan séð jafn líflegar umræður fara fram í ræðustól bæjarstjórnar. Mig langar að hrekja hérna nokkur atriði sem komu fram í máli meirihlutans
1. Talað var um að þetta væri alls ekki í fyrsta skipti sem að tónleikar væru stykrtir. Það er vissulega rétt, en í þeim tilfellum sem ég finn í fundargerðum menningarráðs, aftur til ársins 2005, er þar um að ræða tónleika sem haldnir eru af frumkvæði einstaklinga í bænum sem safna saman nokkrum tónlistar mönnum allstaðar að af landinu og koma þeir fram einu sinni. Þessi tónleikar eru aldrei í framhaldi af útgáfu geilsdisks og hvað þá eru tónleikarnir hugsaði sem kynning á ný útkomnum disk eins og þessir tónleikar Guðmundar voru
2. Guðmundur R. á sama rétt og aðrir á að sækja um styrk. Guð minn almáttugur mér dettur akkúrat ekkert annað í hug og ég hvet hann til þess að sækja um aftur seinna.
3. Hvar ber mat á það hvort að menn eru frægir listamenn eða ekki? Þetta er náttúrulaga barnalega spurning, Guðmundur R. var forsöngvari í frægri hljómsveit á 10 áratug sl. aldar. Þegar plata hans hefur verið kynnt hefur ekki verið farið í neinar felur með það. Platan hans var nokkuð mikið spiluð á rás 2 auk þess að hann kom fram með hana í sjónvarpi og blöðum. Guðmundur er í útgáfu til þess að reyna að græða á henni, og ég gæti vel trúað að hann geri það, án þess að ég fullyrði nokkuð um það. Og þar kemur að það er enginn ástæða til að Fjarðabyggð láti af hendi opinbert fé til þess að styrkja þessa útgáfu eða annað sem henni tengist, frekar en aðrar slíkar. Eða hvað yrði sagt ef að Eyþór Arnalds fengi styrk frá Árborg til þess að fylgja á eftir nýjustu plötu sinni. Ég er hræddur um að þá myndi heyrast hljóð úr horni!
Ég hef einnig í þessu öllu saman velt fyrir mér hvers vegna öðum þeim sem sóttu um styrki til tónleika halds og útgáfu hafi verið hafnað í vor þegar styrkúthlutanir voru veittar? Þetta er spurnig sem menningarráð þyrfti að svara. Nú veit ég að fulltrúar meirihlutans hugsa enn og aftur og segja kannski upphátt ,, hann bað um styrk til tónleika halds ekki útgáfu´´. Þess vegna er kannski ágætt að benda þeim á þessi tónleikaferð var sérstaklega farin til að kynna hinni nýútkomnu plötu, fylgja henni eftir og væntanlega auka sölu hennar. A.m.k ef eitthvað er að marka orð Guðmundar R.
Bloggar | Breytt 2.11.2007 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)