Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Áfram Ísland

Sælir lesendur góðir –  

Það er kannski orðið full langt á milli færsla hjá mér, en það er búið að vera mikið að gera hjá manni, og svo er HM auðvitað búið að vera í gangi.

 Strákarnir OKKAR búinir að ná frábærum árángri, komnir í 8 liða úrslit. Það er í raun alveg ótrúlegt að svona fámenn þjóð eins og Ísland skuli eiga landslið i hópíþrótt í fremstu röð, og það ekkert í stuttan tíma, því Ísland er búið að vera ein af 15-20 sterkustu handboltaþjóðum heims í einhver 20 ár. En nú er bara að taka leikin á þriðjudaginn, sama hverjir andstæðingarnir verða, á góðum degi getum við unnið öll liði í heiminum ÁFRAM ÍSLAND J
mbl.is Ólafur: „Mætum brjálaðir til leiks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvers konar flokk er Framsókn að breyttast?

penningarÍ gær þegar ég var að hlusta á kvöldfréttir útvarpsins, varð ég gersamlega orðlaus (og það gerist ekki oft) þegar að þulurinn las frétt þess efnis að Hjörleifur Hallgríms, sem hefur boðið sig fram i 3 sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar í vor, hefði sagt að ef hann fengi það sæti skylda hann styrkja húsbyggingarsjóð flokksins um 2 milljónir. Þessar 2 milljónir munu þó einunigs koma til ef hann fær þetta þriðja sæti. Hjörleifur taldi það vera af og frá að hægt væri að kalla þetta mútur, og ekki var annað að heyra á honum en að honum finndist þetta fullkomlega eðlilegt. Fyrir aðeins nokkrum vikum kom það líka uppúr dúrnum að Hjörleifur hafði keypt forsíðu blaðs sem kom út í kjördæminu til að kynna frambjóðendur og lét að sjálfsögðu smella þar stórri mynd af sjálfum sér.

Ég verð að segja að það ég er talsvert undrandi á því að hefa ekki heyrt nein viðbrögð frá forystumönnum flokksins gagnvart þessum vinnubrögðum, og ekki lítur út fyrir annað en að mönnum finnist þetta bara vera fullkomlega eðlilegt. Reyndar hafa einhverjir frambjóðendur látið í sér heyra, en forystan þegir þunnu hljóði um þetta allt.

Það er mín skoðun, og örugglega fleiri, að svona eigi náttúrulega ekki að geta liðiðst í lýðræðislega þenkjandi stjórnmálaflokkum. Svona vinnubrögð þykja kannski eðlileg ríkjum þar sem þróun lýðræðis er skammt á veg kominn en ekki hér á landi a.m.k. En svo getur vel verið að Framsóknarflokkurinn sé orðinn svo langt leyddur í því að ná sér í fylgi að þeir líti svo á að slæmt umtal sé bara skárra en ekki neitt umtal... hver veit?


(8) Einu sinni, einu sinni enn (8)

Þá ætla ég að reyna enn einu sinni fyrir mér í blogginu og vona bara að það gangi betur heldur en í hin skiptin!

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband