3.2.2009 | 18:24
Af málefnum vinstristjórnar..
Þá hefur ný ríkisstjórn tekið til starfa. Minnihluta stjórn Samfylkingar og VG, með stuðningi Framsóknarflokksins. Ég hef undanfarið verið að skoða hin nýja stjórnarsáttmála og verð að segja að mér þykir það heldur ómerkilegt plagg. Uppfullt af innantómu orðagjálfri.
Stærsta mál þessarar stjórn, og væntanlega þá það mikilvægasta, virðist vera að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum og breyta skipuriti hans. Þetta á að gera án þess þó að nokkur maður hafi getað bent á afglöp Davíðs í starfi. Málið er þess vegna bara pólitískt. Þá á að reka Davíð Oddsson vegna pólitískra skoðana hans. Ég veit allavega ekki til þess að bent hafi verið á þau brot hans í starfi sem geta verið brottrekstrar sök.Nú skal ég taka undir þá skoðun að ákveðnar breytingar verði að gera í SÍ. en sé samt ekki alveg að það sé það mál sem skipti heimilin´og atvinnulífið mestu máli
Það hefur líka verið ákaflega gaman að sjá það fólk sem myndar þessa nýju stjórn éta ofan í sig fyrri ummæli sín um hitt og þetta. Svo miklu hafa þau þurft að að torga að þeim hlýtur að vera orðið bumbult. Við skulum rifja upp nokkur atriði:
- Afstaða Steingríms J. og fleiri þingmanna VG um IMF. Það er ekki langt síðan að SJS sagði að sennilega væri best að skila láninu
- Evrópumálin: Samfylkingin sagði bara rétt fyrir jól að ef að Sjálfstæðisflokkurinn yrði taka upp hina einu rétta afstöðu í Evrópumálum annars yrði stjórninni slitið
- Gylfi Magnússon sagði á einhverjum útfundinum hjá Herði Torfa að Ríkisstjórnin yrði að víkja, og enginn sem þar væri mætti koma að endurreisn landsins. Veit ekki betur en að Gylfi Magnússon sitji núna í ríkisstjórn undir forsæti Samfylkingar
- Frysting eigna auðmann, var eitt af helstu baráttumálum VG, ekkert hefur meira heyrst af því, og verður væntanlega ekkert meira miðað við orð dómsmálaráðherra í gær
Svona gæti maður haldið áfram í lengi. Auk þess má benda á að eins og í öllum vinstristjórnum er að sjálfsögðu hver höndin komin upp á móti annarri. Kolbrún Halldórsdóttir hefur t.a.m sagt að álver á bakka sé úr myndinni en Össur Skarphéðinsson hefur sagt að það sé enn á teikniborðinu.
Það verður gaman að sjá hversu lengi þessi ríkisstjórn lifir..
Pólitískar hreinsanir og heift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sælir. Með Davíð Oddsson. Eykur það ekki trúverðugleika fjármálakerfis Íslands að skipta um í Seðlabankanum? Það hefur amk verið talað um það og finnst mér það hin ágætustu rök. Einnig var framganga hans í Kastljósviðtali umdeild.
Varðandi hina punktana að þá ætla ég ekki að kommenta á þá. En langaði að spyrja þig út í þetta með kónginn þinn
Daníel Geir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 18:30
Það er greinilegt að pólitískar hreinsanir eru einkennismerki vinstri stjórna hvar sem er í heiminum. Sé ekki að það auki neinn trúverðuguleika að reka seðlabankastjóra vegna "rangra" skoðanna
Kjartan Bragi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 18:56
Ég ætla að stökkva inn í þessar pælingar.
Það má vel vera að liður í því að skapa traust í samfélaginu sé sá að stokka spilin upp á nýtt í seðlabankanum, ég útiloka það ekki, og hallast raunar að því að svo sé.
Sú uppstokkun verður hins vegar að vera unnin á faglegum nótum og fordómalaust.
Sú leið sem Jóhönnuliðar velja er hins vegar lítt til þess að skapa sátt eða trúverðugleika.
Það sem er þeim leiðarljós í leiðangrinum eru persónuleg skuldaskil við einn einasta mann sem hafa alla burði til þess að verða þjóðarbúinu dýr enda gefinn skítur í öll lög um opinbera starfsmenn.
Heildarsýnina skortir í verk þessa fólks, rökstuðninginn vantar og útlisting ávinnings vantar einnig.
Þetta á að vera liður í heildarendurskoðun kerfisins og færa okkur einhvern raunverulegan ávinning.
Var það ekki annars nýr heilbrigðisráðherra ríkisstjórnarinnar (og formaður BSRB í sumarleyfi) sem sagði í gær að skipulagsbreytingar megi ekki vera vanhugsaðar og í ósætti?
Gunnar R. Jónsson, 4.2.2009 kl. 10:48
Nú skiptir máli á hvaða fót skórinn er....
Gunnar, settu þig í spor núverandi stjórnar, snúðu síðan dæminu við og í staðin fyrir hina nýju stjórn settu Sjálfstæðisflokkin, smelltu síðan einhverjum vinstri manni inn í Seðlabankann...
Hvað heldur þú að kæmi út úr því????
Niðurstaðan yrði nákvæmlega sú sama, að því gefnu að forsendur væru hinar sömu.
Ég held að það sé mikl einföldun að halda því frama ð þetta séu einungis persónulegar ofsóknir.....
Eiður Ragnarsson, 4.2.2009 kl. 11:04
Vinstri, hægri, upp og niður, breytir engu um það að menn verða að standa faglega og rétt að skipulagsbreytingum.
Gunnar R. Jónsson, 4.2.2009 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.