27.1.2009 | 13:42
Vinstri beygja....
Þá er það orðið ljóst. Innann fárra daga sest við völd vinstristjórn, reyndar minnihlutastjórn sem nýtur hlutleysis framsóknar. Þetta eru að mínu mati alveg hreint skelfileg tíðindi fyrir Íslenska þjóð. Þær vinstristjórnir sem hingað til hafa setið hafa ekki gert það svo gott. Hafa reyndar yfirleitt náð að klára kjörtímabilið, enda hafa Íslenskir vinstrimenn aldrei geta komið sér saman um neitt nema að vera ósamála.
Steingrímur J. ákvað í gærkvöldi, þegar það hentaði honum, að slá Þjóðstjórnar möguleikann útafborðinu og bar fyrir sig að hann gæti ekki séð að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gætu unnið saman eftir skeyta sendingar milli flokkana í gær. Ákaflega merkileg afstaða, ekki kannski síst í ljósi þess að Steingrímur sjálfur hefur verið iðin við að senda Samfylkingunni tóninn, en það hins vegar kemur ekki í veg fyrir að hann treysti sér til að mynda stjórn með þeim.
Á sama tíma kemur Ingibjörg Sólrún fram og segir að stjórnarsamstarfið hafi verið algerlega ómögulegt. Það sem hún á við þar er væntanlega að henni þótti Sjálfstæðisflokkurinn ekki nógu undirgefinn sér. Hún slær sinn flokk til riddara með því að segja að þau hafi axlað sína ábyrgð með því að Björgvin G. hætti og tekið var til í FME. Segir um leið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað að tekið yrði til með hraði í Seðlabankanum. Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðisflokkurinn hafði fullan vilja til að hreinsa til í Seðlabankanum á því strandaði ekki, en það yrði gert á sömu forsendum og í FME. Við skulum hafa það í huga að Jónas Fr. hættir ekki fyrr en 1. mars!
En það sem að virtist gera útslagið var það að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki til í að gefa eftir forsæti í ríkisstjórn. Fyrst bauð sagði Samfó að í forsætið skyldi setjast "verkstjóri" utan úr bæ, uppúr hádegi í gær hafði sá ´"verkstjóri" breyst í Jóhönnu Sigurðardóttur!!
........Jóhanna sem er einn helsti talsmaður aukinna ríkisútgjalda.
.......Jóhanna sem stóð hörð á móti og neitaði að skera niður í sínu ráðuneyti þegar sýnt var að slíkt var nauðsynlegt.
Hélt Samfylkingin virkilega að Sjálfstæðiflokkurinn myndi láta af hendi forsæti í ríkisstjórn til mun minni flokks? Og um leið myndu hlutföll innan stjórnarinnar ekkert breytast? Í mínum huga er það ljóst að þessi krafa var eingöngu sett fram til þess að sprengja þetta samstarf. Það hreinlega liggur í augum uppi.
Nú verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunar viðræðum. Það verður þó væntanlega samkomulag um að gera sem minnst. Gera mér þó vonir um það að Steingrímur komi fram fljótlega og sveifli sínum margfræga töfrasprota. Ekki gleyma því að hann er jú maður með ráð undir rifi hverju og verður væntanlega ekki lengi að kippa hér öllu í lag.....
Falið að mynda stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og talaði beint út úr munni foringja þinna! Hvað með hægra stórslysið? Er það strax gleymt?
Þorgrímur Gestsson, 27.1.2009 kl. 13:50
Nei þau mistök sem þar voru gerð eru ekki glymd. Og það er verið að vinna að því að laga það sem aflaga fór, og rannsaka hvort eitthvað óeðlilegt var í gangi.
Við getum ekki gelymt því að Íslendingar eru ekki einir að fást við Kreppu, kreppan er að stórum hluta alþjóðleg þó að vissulega hafi hér ákveðin mistök verið gerð. Og ég veit ekki til þess að Steingrímur hafi komið fram með neinar lausnir til að leysa þann vanda sem uppi er...? Jú eina, að skila IMF láninu...
Þórður Vilberg Guðmundsson, 27.1.2009 kl. 14:06
Og sú lausn á vandanum að skila einfaldlega IMF láninu og sega hart nei við ICESAVE gæti haft skelfileg áhrif fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.
hrafn bjarnason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 14:50
Mikið má Sjálfstæðisflokkurinn vera stoltur af því að eiga svona trúgjarnan ungliða sem þig.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 29.1.2009 kl. 10:24
Guðmundur það sem ég segi hérna að ofan eru bara staðreyndir. Sannleikurinn verður hver sárreiðastur.
Nefndu mér eitthvað þarna sem stenst ekki skoðun. Það er staðreynd að Jóhanna er einhver mesta eyðslukló sem setið hefur á ráðherrastól á Íslandi.
Það er staðreynd að Samfó fór fram á að fá forsætið
Það er staðreynd að Samfó vildi utanaðkomandi "verkstjóra" (hvað sem það þýðir?) Sem stuttur seinna breytist í Jóhönnu Sigurðardóttur...
Þórður Vilberg Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 12:23
"Þær vinstristjórnir sem hingað til hafa setið hafa ekki gert það svo gott."
Hefur þessi stjórn gert það mjög gott og allt sem fyrirrennarar hennar undir stjórn X-D hafa búið til og kallað yfir íslenska þjóð? Það er allt í lagi að kasta grjóti en sjaldnast kann það góðri lukku að stýra að kasta úr glerhúsi.
"Það er staðreynd að Jóhanna er einhver mesta eyðslukló sem setið hefur á ráðherrastól á Íslandi."
Nei Doddi minn! Miðað við skuldastöðu Íslands þá er það Geir H Haarde. Enda erlendir fjölmiðlar með hann á lista yfir menn sem bera ábyrgð á bankahruninu.
Ég hef aldrei orðið svo trúaður í pólitík að ég verji samflokksmenn mína ef þeir gera mistök. Ég studdi þessa ríkisstjórn og þar með XD en ég ver ekki það klúður sem þessi stjórn kallaði yfir íslenska þjóð. Gildir þar einu hvort það var XD eða Samfylking. Ábyrgðin er sameiginleg.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 30.1.2009 kl. 09:59
Þú mátt ekki vera vondur við Dodda, Guðmundur, hann man ekki eftir annari ríkisstjórn en sjálfstæðis, sökum ungs aldurs og því hlýtur þetta að vera skelfileg lífsfreuynsla fyrir hann...
En það er nú samt nokkuð ljóst að ábyrgðin á hruninu liggur að mestuleyti hjá 3 flokkum, og það er minn, þinn og hans...ef þannig má taka til orða, og að einhverju leyti hjá Fjármálaeftirliti og stjórn seðlabankans.......
Eiður Ragnarsson, 3.2.2009 kl. 12:36
Nei það er rétt hjá þér Eiður að ég man ekki eftir öðru en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í Ríkisstjórn. Og hef verið ánægður með það. Það að ætla að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt það sem aflaga fór er mikil einföldun.
En nú hef ég kynnt mér hin nýja stjórnarsáttmála. Og eins og von er með vinstrimenn segir hann ósköp lítið. Þær aðgerðir sem fara á í eru aðgerðir sem búnar eru að vera í vinnslu undanfarna mánuði og hefðu komið til framkvæmda hvort sem er. Restin af sáttmálanum er orðagjálfur um ekki neitt, eins og vinstrimanna er von og vísa...
Svo er eitt sem ég hef spurt mig að.... Eruð þið félagarnir ánægðir með að "ykkar menn" styðji núna Kolbrúnu Halldórsdóttur sem umhverfisráðherra? Konuna sem hvað harðast barðist gegn því að hér yrðu sköpuð skilyrði til atvinnu uppbyggingar..
Jaa... maður spyr sig
Þórður Vilberg Guðmundsson, 3.2.2009 kl. 13:01
Skilyrðin fyrir stuðningi við þessa stjórn byggist á þrennu:
Það er alveg ljóst og þeg held að þú sért með það á hreinu líka að Framsóknarflokkurinn styður uppbyggingu á Bakka, og það að halda því fram að svo sé ekki lengur er bara fásinna. Kolbrún má hafa aðrar skoðanir á því, en við vitum líka að hún kemur ekki til með að breyta neinu, næstu 80 daga eða svo.
Varðandi það að þessi stjórn sé ekki að gera neitt sem ekki þegar var kkomið i vinnslu, á þykir mér það vera skrítin fullyrðing, því að ekkert er búið að gra síðustu 100 daga eða svo EKKERT!!!! og mér er slétt sama þó að Samfylking og Sjálfstæðismenn benda hvort á annað, í því máli og kenna vhoru öðru um, þá held ég að ástandið geti bara lagast....
Því eins og segir í auglýsingunni: Ekki gera ekki neitt!!!!
Eiður Ragnarsson, 4.2.2009 kl. 11:14
Það er fáránlegt að tala um að ekkert hafi verið gert hér síðustu 100 daga. Við skulum taka dæmi:
Svona væri hægt að halda lengi áfram. Þannig að fullyrðing þín um að ekkert hafi verið gert stenst engan veginn skoðun.
Helstu verkefni nýrrar ríkisstjórnar virðist hinsvegar vera meiriháttar pólitískar hreinsannir þar sem að embættismenn sem ekki eru þeim sammála eru látnir víkja
Ég veit ekki hvað það hjálpar fólkinu í landinu..
Þórður Vilberg Guðmundsson, 4.2.2009 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.