Leita í fréttum mbl.is

Hvað yrði gert annarsstaðar..???

Fylgdist með mótmælum við Alþingishúsið í dag og fór að velta mér þvílíkt langlundargeð lögreglumenn hafa sýnt í öllum þessum látum. Maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hvernig viðbrögðin yrðu ef mótmælendur myndu gera aðsúg að þinghúsinu í London, Kaupmannahöfn eða Berlín.  Hugsa að hægt yrði sé að fullyrða að viðbrögð lögreglu yrðu mun harðari en þau sem við höfum hingað til séð hér á landi.

Mótmælendur hafa verið duglegir að koma fram og kvarta undan framferði lögreglu. Segja að hún beiti óþarfa ofbeldi, handtaki fólk af ástæðulausu og handtaki jafnvel ólögráða börn. Á móti hlýtur að vera hægt að spyrja hvort eðlilegt sé að börnum allt niður í 11 ára aldur standi í fremstu víglínu mótmæla? Og hvort að það sé í raun ekki bara eðlilegt þegar mótmælendur beita aðgerðum sem eru ofbeldisfull og reyna að koma í veg fyrir að lýðræðislega kjörinn stjórnvöld sinni störfum sínum, að þá beiti lögreglan einhverjum þeim aðferðum sem hún hefur til að koma í veg fyri slíkt? Hvað er athugavert við það? Ég bið fólk að hugleiða þann punkt sem ég hóf bloggið á að ef sambærilegir atburðir ættu sér stað í löndum í kringum okkur myndi lögregla þar sennilega beita sömu ef ekki harðari aðgerðum... annarsstaðar


mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkistjóninn væri sennilega búinn að seiga af fyrir löngu...Ef að svona afglöp hefðu átt sér stað annarsstaðar í Evrópu!!!

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:23

2 identicon

Sammála Gunnari.

Hef samúð með lögreglunni, þetta er verulega vont hlutskipti, að þurfa verja ósómann.

bogi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:29

3 identicon

Þettta er

óforkastanlegt að lögreglan skuli lofa þessum skríl að komast upp með svona bull. Það á að beita handtökuheimildum, spreybrúsum,gashilkjum og kilfum. Það er óþolandi að horfa á þessi fífl ausa auknum kostnaði yfir skattborgara, brjótandi rúður og haldandi venjulegum fjölskyldumönnum í vinnu alltof lengi, veit fólk ekki hvað þesssi vitleysa kostar auk þess að þetta er vanvirðing við lýðræðislega kosna fulltrúa þjóðarinnar ! !

 Það á að vísa í stjórnarskránna og handtaka þetta pakk

hrafn bjarnason (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:19

4 identicon

Lögreglan er farin að beita piparúða sem fyrsta viðbragð, það er óverjandi þar sem þetta er stórhættulegt efni og hefur það dregið fjölda fólks til dauða. Það væri hægt að réttlæta notkun þess ef að þeir væru í einhverri hættu en að úða yfir fólk fyrir að vera ekki nógu fljótt að bakka er ekki réttlætanlegt. Þegar þeir byjruðu að úða yfir fólkið í dag var ENGINN mótmælandi búin að beita NEINU ofbeldi né skemmdarverkum, lögreglan sá þá um að æsa fólkið nógu mikið upp með þessari valdníðslu að upp úr sauð.

OFBELDI LEIÐIR AF SÉR OFBELDI og það er LÖGREGLAN SEM BYRJAÐI!!!

STÖÐVUM VALDNÍÐSLU LÖGREGLUNNAR!!!

kv. friðsamur mótmælandi

elin (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:24

5 identicon

Elín þú segir að piparúði hafi orðið fólki að bana, geturu fært einhverjar sönnur fyrir máli þínu eða ertu að grípa þetta úr lausu lofti?

Magnús Karl Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:36

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Sjaldan veldur einn þá er tveir deila...

Það á bara nokkuð vel við hér.  Hversu lengi myndir þú þola skyrslettur níð og ögrun af ýmsu tagi án þess að gera nokkurn skapaðan hlut Elín??

Ég er ekki viss um að ég myndi halda út jafnlengi og okkar ágætu lögreglumenn við þessar aðstæður....

Þó svo að ég hafi fullan skilning á gremju mótmælenda (ég er alveg jafnpirraður á stjórnvöldum og þeir) þá er erfitt að réttlæta skrílslæti af þessu tagi.

Friðsamleg mótmæli eru árangursríkari en ofbeldi, það kennir sagan okkur.

Eiður Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 09:03

7 identicon

Magnús hér er t.d eitt dæmi http://mediafilter.org/caq/caq56pepper.html  svo er líka hægt að gúggla deaths by peppersprey og þá færðu fullt af dæmum. Á þessari síðu er svo talað um að þetta getur haft varanleg áhrif á hegðun og geðheilsu. Ef þú gúgglar svo almennar upplýsingar um pepperspray þá geturðu fundið skýrslu um hvernig lögreglan og sjúkraliðar í USA eiga að bregðast við og þar er talað um hættu á hjartastoppi, köfnun og fleira sem getur gerst við notkun úðans. Á þessi skjöl og get sent þér ef þú vilt....

Eiður... ég get bara sagt þér að ég gæti eflaust ekki setið lengi undir þessu, er of skapstór en þeir réðu sig í þessa vinnu og fá greitt fyrir, auk þess eiga lögreglumenn að hafa hlotið viðeigandi þjálfun og þeim leyfist EKKI að missa stjórn á skapi sínu. Myndirðu segja að sömu rök eigi við ef þeir bæru byssur og myndu skjóta einhvern því þeir þurftu að þola kjaft og leiðindi?

Annars er ég sammála þér með friðsöm mótmæli en ef að þú værir búin að vera viðstödd jafn mörg og ég þá hefðir þú eflaust séð eins og ég að þeir hafa oft verið að ögra mannskapnum og OFT verið fyrri til ofbeldis. Svo er líka það atriði að það hefur ekkert verið hlustað á mótmælendur síðast liðna 3 mánuði og því ekkert skrítið og alveg við því að búast að mótmælin færu á þetta stig, því er alveg hægt að segja að það sé líka stjórnvöldum að kenna að hlutirnir eru að þróast á þennan veg.

Elín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:22

8 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég held nú reyndar að þeir mót,ælendur sem slógu skjaldborg um lögregluna í nótt séu fulltrúar meirihluta mótmælenda, og þeim hafi gjörsamlega ofboðið framganga sinna félaga.

Það missa stjórn á skapi sínu er mannlegt og það erum víð jú öll, en ef einhver myndi henda gangstéttarhellu í mig þá myndi ég nú sennilega ekki brosa og bjóða hinn vangan þrátt fyrir að vera seinþreyttur til vandræða.

Eiður Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband