Leita í fréttum mbl.is

Af evrópumálum...

Í því gjörningaveðri sem geisað hefur á landinu síðan í haust hefur umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu gerst æ háværari. Ákveðnum stjórnmálaflokki hefur tekist að stimpla það inn hjá hluta þjóðarinnar að aðild að þessum samtökum sé okkar eina von, og notið til þess stuðnings helstu fjölmiðla landsins. Mikið hefur verið gert úr kostum sambandsins, og menn duglegir við að draga það fram hve yndislegt verður að búa í þessu landi ef við förum þarna inn. 

Ég hef velt þessu máli töluvert fyrir mér og verið duglegur við að sækja fundi um málið að undanförnu. Ekki ætla ég þó að segja að ég sé orðinn sérfróður um málefni sambandsins, enda væri það nú til að æra óstöðugan. Þó hef ég getað áttað mig því að aðild fylgja nokkrir og töluvert stórir gallar.

Stærstu gallar ESB í mínum huga eru sennilega sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þetta eru málaflokkar sem skipta okkur miklu máli. Það er alveg ljóst að gögnum við í ESB missum við yfirráð okkar yfir sjávarútvegnum. Við göngum inní kerfi sem er stórt og flókið og alls ekki eins gott og Íslenska kerfið. T.d má nefna að brottkast er lögbundið innan ESB. Er það eitthvað sem við viljum sjá. ESB er stórt og flókið bákn, og nokkuð ljóst að skyndi ákvarðanir sem við Íslendingar höfum þurft að taka undanfarinn ár, t.a.m varðandi loðnuveiðar, verða ekki teknar innan sambandsins.

Hvað varðar landbúnaðarmálin þá er málið í raun einfalt. Göngum við í ESB mun sú tollavernd sem íslenskur landbúnaður hefur búið við hverfa með öllu. Það mun gera Íslenskum landbúnaði erfitt um vik og í raun leiða til þess að hann leggst af að stórum hluta. Og eru menn tilbúnir að greiða þann fórnarkostnað fyrir eitthvað aðeins lægra matarverð.

Það er ég ekki tilbúinn að gera.


mbl.is Lagt til að sótt verði um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er nú aldeilis undarlegt Doddi minn, hvað þér þykir allt í einu vænt um íslenska bændur, helst hafa nú sjálfstæðismenn í gegnum tíðina viljað afnema alla tolla af landbúnaðarvörum og leggja niður alla landbúnaðarstyrki, en nú hveður við annan tón,

Hvað veldur því??

Eiður Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband