22.11.2008 | 20:59
Afhverju þessar grímur?
Fyrst þetta fólk segist ekki vera að brjóta landslög, og einungis að fara fram með kurteisum og friðsömum hætti, þá spyr maður sig, af hverju að hylja andlit sitt....
Hvað hefur þetta fólk að fela..??
Það þarf væntalega ekkert að óttast fyrst það er svona löghlíðið og hefur aldrei gert neitt af sér...
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér - það er undarlegt fólk sem heimtar röð og reglu en brýtur síðan gegn valdstjórninni og hælir sér af því - það er sorglegt að svona stór hópur skuli líta svo á að ofbeldi sé lausn einhvers og að það hafi leyfi til þess að beita því sama ofbeldi.
Ólafur Hrólfsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:10
Nú það er þá líka spurning, afhverju er lögreglan með grímur. Veit einhver deili á þessum mönnum sem gráir fyrir járnum, með hjálma og grímur mæta á staðinn?
Hverjir fela sig bak við valdið? Afhverju var verið að handtaka þennan stráks bjána?
Jón (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:10
Það er líka betra að hafa grímu gegn gasinu, þó hún dugi skammt.
Jón Th (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:47
Þau vilja ekki persónugera andstöðuna við einhverja fáa einstaklinga. Rétt eins og óeirðalöggan persónugerir ekki liðsmenn sína. Það er ekki eins og þau séu að fela sig fyrir yfirvöldum, löggan veit hvað þau heita og hvar þau búa. Þetta er tilraun til byltingar, byltingar eru oftast blóðugar.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.