17.4.2008 | 12:50
Mikið var það nú gott...
...enda er það ekki í verkahring stjórnvalda að ala upp börn. Foreldrar eiga að vera fullfærir um það sjálf að fræða börn sín um munin hollan og óhollan mat, og það er að lokum alltaf ákvörðun foreldranna hvort þessi matur er á borðum. Það er ekki eðlilegt að velta ákvörðunum um slíkt yfir á ríkisvaldið. Ég myndi telja það hættulegt skref að stíga að ætla að fara að banna auglýsingar á hinu og þessu í tíma og ótíma. Hvert yrði þá næsta skref? Að það yrði einfaldlega bannað að selja börnum yngri en 18 ára óhollan mat? Nei takk segi ég. Það yrði óheillavænleg þróun. Ritskoðun á ekki að eiga sér stað í nútímaþjóðfélögum, hvergi, mér finnst það óábyrgt af þingmönnum að leggja slíkt til.
Beitir sér ekki fyrir auglýsingabanni í tengslum við barnatíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Andskotann rétt!
Enda er þetta fíflið hún Ásta Ragnheiður sem vill koma þessu á. Einmitt þegar menn eru búnir að gleyma Kolbrúnu Halldórs þá kemur upp ný móðir allra landsmanna, sem veit hvað öllum er fyrir bestu.
Það sem mér finnst hallærislegast við þetta, er að það er ekki eins og það séu lög sem neyða foreldra til að láta börnin sín horfa á hinar eða þessar stöðvar. Ef foreldrum finnst þetta í alvöru vera vandamál geta þeir drullast til að kaupa DVD myndir með því efni sem þeim þykir ásættanlegt, þar sem engar auglýsingar eru, eða er allavega hægt að sleppa.
Það eru svo margir Íslendingar sem láta sér ekki einu sinni detta í hug neitt annað en að BANNA eitthvað, til þess að sníða gjörvallt þjóðfélagið að þeirra eigin gildismati.
Ofan á það þurfa krakkar að alast upp við þá pælingu að maður á ekki að éta auglýsingar hráar og láta allt eftir sér sem maður sér í sjónvarpinu! Ég fékk mjög góða útskýringu í æsku, "fyrirtæki auglýsa vegna þess að varan selst ekki af sjálfu sér, en bestu vörurnar auglýsa sig sjálfar". Mér finnst persónulega bara helvíti fínt að hafa fengið að læra það!
Fjandans forsjárhyggja alltaf... passa að allir í landinu hafi hlutina eins og Ástu Ragnheiði finnst skynsamlegast að hafa hvert einasta aumkunnarverða smáatriði í lífinu.
Tveir þumlar upp, félagi og bróðir.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.