30.9.2007 | 15:59
Bókamarkaður
Á föstudaginn fórum við Gunnar Ragnar á bókamarkað Eddu-útgáfu. Við stoppuðum ekki lengi við, en samt tókst mér að kaupa einar 7 bækur, og borgaði ekki nema 5000 kr. fyrir það. Á örugglega eftir að fara aftur þarna inn og versla.
Meðal bókanna sem ég keypti var Eldhuginn eftir Ragnar Arnalds. Þar er sagt frá merkilegri tilraun skipstjórans Jörgen Jörgensen til þess að ræna völdum á Íslandi og losa okkur undan oki Dana. Jörgensen, sem við kannski þekkjum betur sem Jörund Hundadagakonung, var hugsjónamaður mikil en hefur sennilega verið nokkrum áratugum á undan sinni samtíð, enda stóð veldi hans stutt og Íslendingar gáfu ekki mikið fyrir veldi hans. Þetta þótti frekar kannski bara skemmtileg tilbreyting í frekar tilbreytingarsnauðu lífi Íslendinga. Ég hef alltaf haft gaman af þessari sögu, og man sérstaklega þegar ég sá sjónvarpsleikrit sem sýnt var í Ríkissjónvarpinu jólin 1994. Ég tók það upp og horfði svo á það aftur og aftur. Merkileg saga sem ekki má gleymast. En ég mæli allavega hiklaust með þessari bók Ragnars
Meðal annara bók sem ég keypti var ævisaga Steingríms Hermanssonar, það verður spennadi að kynna sér hana. Svo að sjálfsögðu Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar eftir Davíð Oddsson. Ég á fyrir og hef lesið bókina hans Stolið frá höfundi stafrófsins og fannst hún virkilega góð, og það sem að ég hef lesið að þessari lofar svo sannarlega góðu. Báðar eru bækurnar safn smásagna, og sýnir Davíð svo ekki er um villst að hann var ekki bara bráðsnjall pólitíkus heldur einnig afbragðs góður penni. Sögurnar eru fullar af leiftrandi húmor, og eru mjög skemmtilegar.
Athugasemdir
Ragnar Arnalds má reyndar eiga það að hann er afbragðs rithöfundur og þá sérstaklega skáldverka sem byggð eru á íslenskri sögu.
Gunnar R. Jónsson, 1.10.2007 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.