27.9.2007 | 22:10
Já, menn túlka hlutina misjafnlega
Í gær horfði ég á fréttaskýringarþáttinn Kompás sem sýndur er á stöð 2. Þar var stutt og ágætt umfjöllum um munkana sem komið hafa sér fyrir á Kollaleiru við Reyðarfjörð. Eins og áður sagði var umfjöllunin ágæt en það stakk þá aðeins mitt Reyðfirska hjarta þegar að fréttamaðurinn sagði í upphafi ,,Munkarnir sem lifa í sátt og samlyndi, við Guð og menn, á þessum afskekta stað,,. Ég gat nú ekki annað en skellt uppúr. Nú má vel vera að maður líti alltof stórt á bæinn sinn, en ég held að það geti enginn haldið því fram, með góðri samvisku að Kollaleira sé afskekkt, enda í góðu göngufæri við bæinn. Allavega varð mér aldrei meint af labbinu heiman frá mér og til skólabróður míns sem þá bjó að Kollaleiru, enda tók það ekki nema um 15 mínútur. En það getur svosem verið að upplifun borgarbarnana sem gerðu þennan þátt hafi verið önnur.
En annars var bara mjög gaman af þessari umfjöllun um munkana og gaman að sjá að þeir séu búnir að koma sér vel fyrir í firðinum fagra. Kannski að maður geri sér einhverntíman ferð til þeirra og kíki í messu. Hver veit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.