Leita í fréttum mbl.is

Ósannindi um samgöngumál


Á vefrúnti mínum í gær fór ég inná síðuna austurlandid.is. Þar er spjallborð sem er nokkuð mikið notað og þar skiptast menn á
skoðunum. Einna af öflugri spjallverjum þarna inni er Benedikt nokkur Warén.  Hann fer oft mikin í skrifum sínum og skýtur föstum skotum hingað og þangað.
En eitt var það sem ég rak augun í í skrifum Benedikt, en það er þar sem hann er að ræða um samgöngumál og spyr Arnbjörgu Sveinsdóttur um afstöðu hennar
til stefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í þeim málum. Þar beitir Benedikt Beinlínis lygi þegar hann segir:

  

 Hér á eftir fer ALLUR samgöngukaflinn eins og hann var á heimasíðu
Kristjáns Júlíussonar í baráttu sinni um þingsæti.

----------------------------------

"Samgöngumál

Ég tel bráðnauðsynlegt að halda áfram að bæta samgöngur innan kjördæmisins
og ekki síður milli þess og annarra landshluta. Hér bíða fjölmörg brýn
verkefni sem ég mun fjalla sérstaklega um annars staðar hér á vefsíðu
minni en margir munu kannast við baráttu mína fyrir hálendisvegi milli
Akureyrar og Reykjavíkur, Vaðlaheiðargöngum og flugsamgöngum milli
Akureyrar og Reykjavíkur og fyrir beinu flugi til útlanda frá Akureyri."

-http://austurlandid.is/?spjallbord=on&val5=on&umraeda=2

Þarna fer Benedikt bara hreinlega með ósannindi. Þessi kafli kemur hvergi fram á heimsasíðu Kristjáns Þórs. Aftur segir hann í undir ,,stefnumál´´
á síðu sinni :

Bættar samgöngur:

   * Hálendisvegur á milli Norður- og Suðurlands
   * Millilandaflug um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll
   * Jarðgöng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar
   * Vaðlaheiðargöng
   * Öflugra fjarskiptanet í kjördæminu

-http://stjaniblai.is/?m=page&f=viewPage&id=4

Ekki veit ég hvað vakir fyrir Benedikt með svona lygum og blekkingum. Það er lágmarkskrafa að mínu mati að þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega,
í umræðu um pólitík, fari með rétt og satt mál og hafi lágmarks staðreyndir á hreinu. Menn sem fara með svona fleypur, það bara hreinlega ekkert mark takandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er bara dæmigert fyrir Pella... því miður..

Annars fer ég ekki inná Austurlandið lengur því að þar eru umræður með versta móti, persónulegt skítkast og ómalefnalegt með afbrigðum...

Eiður Ragnarsson, 23.4.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband