21.4.2007 | 11:58
Útskýringu takk.....
Var að flakka um nokkrar blogg-síður áðan. M.a fór ég inná www.eirikurgudmundsson.blog.is , en þar bloggar frambjóðandi Frjálslyndra í NA-kjördæmi. Þann 14. apríl talar hann um könnun sem þá var ný kominn fram og sýndi að oddviti Frjálslyndra, Sigurjón Þórðarsson, sé inni sem þingmaður fyrir kjördæmið. Fagnar han því vel og innilega og telur Frjálslynda eiga það skilið (sem er furðulegt) og finnur fyrir miklum byr í seglinn. Gott og vel ekki ætla ég að setja út á það, það er annað sem stakk mig mjög og það er þessi klása hérna:
,, Það sem mér finnst þó merkilegast við þessar niðurstöður er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að ná inn þremur mönnum í kjördæminu. Í þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum situr Ólöf Nordahl álversforstjórafrú, það veldur mér ákveðnum áhyggjum að kjósendur í þessu kjördæmi telji að það þjóni hagsmunum þess að hún nái kjöri til alþingis.
Hvað er það sem veldur Eiríki svona miklum áhyggjum að Ólöf Nordal komist að? Það er góður siður, sem reyndar hefur alfarið gleymst að segja frjálslyndum frá, að menn útskýri orð sín og taki á þeim ábyrgð. Að mínu mati er þetta ákaflega ógeðfellt af hálfu Eiríks og hvorki honum né frjálslyndum til framdráttar, ekki reyndar frekar en annað sem þeir láta stundum út úr sér s.b málefni útlendinga ofl. En allavega ég skora á Eirík að segja okkur hinum það hvað það er sem er svona hættulegt við hina ágætu konu Ólöfu Nordal
Linkur á færsluna:http://eirikurgudmundsson.blog.is/blog/eirikurgudmundsson/entry/177211/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.