20.4.2007 | 14:42
Hér er líf....
Long time...
Jæja spurning um að fara að gera eitthvað núna eða bara að hætta þessu....
Það er margt búið að gerast síðan síðast. Hæst ber sennilega Landsfundur sjálfstæðisflokksins sem hladinv var 12-15 apríl sl. Ég mætti að sjálfsögðu og það var alveg frábært. Hitti að sjálfsögðu fullt af góðum vinum héðan og þaðan af landinu og það sem meira er, eignaðist líka fullt af nýjum. En fundurinn var ákaflega góður. Þar voru strengirnir stilltir saman, og tóninn sem kom út var bara mjög góður. Andrúmsloftið á fundinum var gott og allir fullir af bjartsýni og krafti fyrir komandi kosningar.
Við ungir náðum nokkrum mjög góðum málum í gegn. Má þar nefna
- Lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár
- Auglýsíngabanni á áfengi , tóbak ofl. neysluvörur verði fellt niður
- Sala á áfengi verði gefinn frjáls (koma reyndar á landsfundi 2005 einnig)
- ofl, ofl
Já það eru að koma kosningar. Núna eftir landsfund er maður alveg kominn í kosninga gírinn og tilbúinn að vinna af krafti til að tryggja sjálfstæðisflokknum góða kosningu. Í gær fór dagurinn allur í undirbúning fyrir kosningarnar. KL 14 hitti ég ungliða úr kjördæminu auk formanns SUS Borgar Þór, á Egilsstöðum þar sem að við fórum yfir málin og starfið sem framundan er. Síðan var brunað niður á Reyðarfjörð og ég og Atli gerðum kosningaskrifstofuna klára fyrir oopnun sem var svo kl 20:30. Hún gekk vel. Það hefðu reybdar alveg mátt vera fleiri en engu að síður var þetta bara fínt. Kristján Þór, Arnbjörg, og Ólöf komu og ræddu við okkur og þá sem komu. Í allastaði fínt kvöld.
Heyrðu já að lokum. Ég er búinn að sækja um skóla. Guðfræðinn skal það vera næsta haust. Er farinn að hlakka til haustsins, takast á við nám að nýju. Er farið að klægja í puttana...
Athugasemdir
Sæll Doddi minn, þú hættir sko ekkert að blogga, gaman að lesa pislana þína marga.
Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.