3.3.2007 | 00:06
Ég vinn á leikskóla!
Í nóvember á síðasta ári ákvað ég að gera svolítið sem mig hafði lengip langað til að gera. Þá sótti ég um starf á leikskólanum hérna í bænum, Lyngholti. Þetta var eitthvað sem hafði blundað í mér lengi að prófa að gera, og þegar ég ákvað að taka mér frí frá námi, eftir stúdentspróf í vor, ákvað ég bara að slá til.
Og ég fékk sko viðbrögð við þessu, vá.... ég sver að viðbrögðinn hefðu ekki verið svona mikil þó ég hefði ákveðið að gerast meðlimur í Vinstri grænum. Fólk stoppaði mig meirað segja út á götu og hrósaði mér fyrir þennan mikla kjark sem þetta hlyti að hafa kostað að gera þetta. Það var engu líkara en ENGINN karlmaður hefði nokkurn tíma unnið á leikskóla á allri plánetunni.
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hvað menn áttu við með að það þyrfti einhven sérstakan kjark til að fara að vinna á leikskóla, það er ekki eins og ég hafi sótt um vinnu við að fóðra krókódíla. Þetta er í raun ekkert ósvipað hverri annari vinnu, nema þá kannski helst að hún er miklu meira gefandi, og skemmtilegri. Þarna fær maður ekki bara að umgangast skemmtilega vinnufélaga, heldur eru einstaklingarnir sem þú ert að vinna með (börnin) alveg einstaklega skemmtileg og óþrjótandi uppspretta skemmtilega uppákoma á degi hverjum.
En svo voru auðvitað þeir til sem sögðu að ,,þetta hefði bara helvíti sniðugt, þægileg vinna, kostar enga krafta og þú kemur óþreyttur heim á kvöldinn'' En ónei, það er sko langt frá því að vera staðreynd. Oft þegar maður kemur heim er maður hreinlega bara dauðuppgefinn, ekki kannski líkamlega, en svona starf krefst þess að þú sért með heilann að störfum allan daginn, frá því þú mættir og þar til þú ferð heim. Auk þess þarftu; þolinmæði í RÍKU - mæli, athyglina 100% á því sem þú ert að gera, taka vel eftir og hlusta ofl. ofl. ofl.
Svo heyrði maður að sjálfsögðu líka fólk sem var svo hissa að karlmaður á besta aldri skyldi sækjast eftir því að vinna svona ,,kvennastarf´´. Í augum margra eru greinilega bara konur sem geta séð um börn. Karlmenn bara einfaldlega kunna það ekki. En hvernig er þetta inná heimilum, eru það þá bara konurnar sem sjá um börnin. Ónei, ég leyfir mér að fullyrða að á lengflestum heimilum í dag er það svo að karlar taka mikinn þátt í uppeldinu og enginn sér neitt að því. Er því þá ekki eins háttað á leikskólunum? Hvað er örðuvísi þar? Auðvitað veit ég að meirihuta kennara/leiðbeinanda á leikskólum landsins eru konur og svo verður áfram. En ég held að það sé ekkert nema gott og heilbrigt fyrir börnin þar að karlmenn séu þar líka.
En allavega, ég er ánægður að vinna þar sem ég er. Það er svo gaman að mæta í vinnuna og vita að það er enginn hætta á því að dagurinn í dag verði eins og dagurinn í gær. Þú ert alltaf að fást við ný og ný verkefni. Eitt er allavega víst að þegar dvöl minni á Lyngholti lýkur í haust þá verður þetta ár búið að gefa mér svon miklu meira í reynslubankan heldur en allar þær vinnur sem ég hef hingað til unnið. Og það sem meira er að ég hef fengið að kynnast fullt af nýju fólki, á öllum aldri.
Af mbl.is
Innlent
- Boða verkföll í fjórum skólum til viðbótar
- Alútboð er nýtt skref inn á spennandi braut
- Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja
- Drónamyndskeið frá hápunkti gossins í nótt
- Þetta er vitlaus hugmynd
- Ástæða til að ætla að eldgosahrinu fari að ljúka
- Verst að vita ekki hvenær þetta endar
- Andlát: Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
Athugasemdir
Nei C'MON, skurðgröfturinn í Stöðvarfirði í sumar hlýtur að vera miklu merkilegri í reynslubankann!!
P.S. mér finnst eins og ég sé óboðinn á svona blog.is síður þar sem maður er ekki með svona flotta mynd og eitthvað
Atli Már (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 00:22
Sótti einu sinni um á leikskóla, í starfskynningu, en fékk ekki. Eflaust er leitun af meira gefandi störfum en uppeldisstörfum. Það ættu allir að prufa eitthvað sem tengist framtíðarkynslóðunum á einhvern hátt, það er gríðarlega gaman, oftast......
Eiður Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.