Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Já, menn túlka hlutina misjafnlega

 munk2Í gær horfði ég á fréttaskýringarþáttinn Kompás sem sýndur er á stöð 2. Þar var stutt og ágætt umfjöllum um munkana sem komið hafa sér fyrir á Kollaleiru við Reyðarfjörð. Eins og áður sagði var umfjöllunin ágæt en það stakk þá aðeins mitt Reyðfirska hjarta þegar að fréttamaðurinn sagði í upphafi ,,Munkarnir sem lifa í sátt og samlyndi, við Guð og menn, á þessum afskekta stað,,. Ég gat nú ekki annað en skellt uppúr. Nú má vel vera að maður líti alltof stórt á bæinn sinn, en ég held að það geti enginn haldið því fram, með góðri samvisku að Kollaleira sé afskekkt, enda í góðu göngufæri við bæinn. Allavega varð mér aldrei meint af labbinu heiman frá mér og til skólabróður míns sem þá bjó að Kollaleiru, enda tók það ekki nema um 15 mínútur. En það getur svosem verið að upplifun borgarbarnana sem gerðu þennan þátt hafi verið önnur.

 

 En annars var bara mjög gaman af þessari umfjöllun um munkana og gaman að sjá að þeir séu búnir að koma  sér vel fyrir í firðinum fagra. Kannski að maður geri sér einhverntíman ferð til þeirra og kíki í messu.  Hver veit.


En skemmtilegt!

Alltaf gaman að fá svona góðar fréttir í morgunsárið. Ég segi nú ekki annað en að það hlaut að koma að þessu fyrr eða síðar. Einhver hlaut að sjá að þessi maður hafði akkúrat ekkert þarna að gera, enda ráðinn á pólitískum forsendum en ekki faglegum

Guðlaugur Þór...... Þú ættir að fá fálkaorðuna fyrir þetta.!!


mbl.is Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUS þing og fleira

Sælir kæru lesendur

Þá er maður kominn aftur til Reykjavíkur og það er bara gott. SUS þingið var náttúrulega bara snilld, mikið djamm auðvitað en svo var málefnastarfið einnig mjög skemmtilegt. Þórlindur Kjartansson var kjörinn formaður og Teitur Björn Einarsson varaformaður. Þess má til gamans geta að Þórlindur er ættaður að austan og er þar að auki Nikkari. Þetta þýðir að nú eru 2 Nikkarar í aðalstjórn SUS (Gunnar Ragnar er þar líka) og einn í varastjórn (ég). Þetta er náttúrulega ekkert nema gott fyrir sambandið ;)

En annars er frekar lítið að frétt héðan, lífið gengur sinn vana gang, skólinn tekur aðs sjálfsögðu mestan tíma, en annars reynir maður að gera eitthvað annað inná milli. Maður verður nú að fara kíkja eitthvað á djammið hérna, allavega áður en að einungis félagar í Góðtemplarafélaginu fá að fara í bæinn eftir kl 22:00 á kvöldinn!!

bið að heilsa

 


Eitt og annað

Góðan dag

Það er víst best að reyna að helda bjögunarstörfunum áfram. Ætla ekki að gefast alveg upp á þessu blessaða bloggi.

Það hefur svosem verið frekar lítið að gerast í þessari viku, fór reyndar á landsleikinn í gær og sá Íslendinga leggja N- Íra í frekar leiðinlegum leik. Svo hefur vikan svosem bara liðið í því sama og venjulega, skóli og læra. Þó svo reyndar að finni sér mjög oft eitthvað annað að gera heldur en að læra, t.a.m í gær þurkaði ég af öllu inni hjá mér og setti í TVÆR þvottavélar. Merkilegt nokk! ;)

Hef fylgst svolítið með umræðunni um leikskóla málin hérna í höfuðborginni undanfarið og verð bara að segja eins og er að ég furða mig á viðbrögðum minnihlutans í borginni við hugmyndum Þorgjörgar Helgu Vigfúsdóttur um að fá einkaaðila í auknu mæli að rekstri leikskóla. Mér er bara spurn; hvað er eiginlega að því? Við höfum góð dæmi um einkareknaleikskóla sem hafa bara gegnið mjög vel og verið til fyrirmyndar, ekki heyrir maður allavega mikið af umkvörtunum frá starfsfólki  á leikskólum Hjallastefnunfar. Auðvitað veit ég að við einkavæðum ekki bara leikskólana, kviss, bang búmm,  en ég tel að innkoma einkaaðila á þennan markað geri ekkert nema að bæta þjónustuna.

En að örðu. Nú kl 16:00 stíg ég uppí flugvél og flýg austur á land. Tilgangurinn með þessari ferð er að fara á Seyðisfjörð og taka þar þátt í SUS-þingi sem þar hefst á föstudag. Og mikið asskoti hlakka ég til. Þetta verður bara fjör, fullt af skemmtilegu fólki, málefnastarf og svo verður þetta allt saman toppað á Laugardaginn með balli með Todmobil í Herðubreið, allir að koma þangað..

Enn allavega ég er farinn að pakka....


Þá er komið að því...

Þá kannski kominn tími til að blása lífi í þessa bloggsíðu aftur.

Það margt á daga manns drifið síðan síðast. m.a

  • Ég er hættur að vinna á Leikskólanum LyngholtiFrown
  • Í sumar þjálfaði ég fótbolta hjá Val Rfj, það var fjör
  • Ég er fluttur til Reykjavíkur
  • Það er fínt
  • Byrjaður að stunda nám við Guðfræðideild HÍ

Þetta er svona allavega eitthvað. En eins og ég sagði þá er ég kominn í borgina og hef það bara fínt þar. Búinn að nota viku til að þvælast um bæinn og gera mest lítið. Í gær byrjaði svo skólinn með nýnemafundi og kaffi. Í morgun voru svo fyrstu tímarnir, Trúarbragðasaga og Samtíðasaga og inngangsfræði Nýja Testamentsins. Það var skrýtin tilfininf að setjast aftur á skólabekk eftir rúmlega árs hlé. En þetta veður bara skemmtilegt þó svo að þetta sé líka krefjandi. Ég hlakka til.

En annars er lítið að frétta svosem, sá áðan auglýsinguna umtöluðu frá Símanum, þar sem síðasta kvöldmáltíðinn er notuð á, að mér finnst, frekar ósmekklegan hátt. En það er nú bara mín skoðun. Svo er það nú SUS-þingið sem haldið verður á Seyðisfirði 14-16 September. Þangað ætla ég að mæta og eiga góða helgi

Þanngað til næst.......


Ósannindi um samgöngumál


Á vefrúnti mínum í gær fór ég inná síðuna austurlandid.is. Þar er spjallborð sem er nokkuð mikið notað og þar skiptast menn á
skoðunum. Einna af öflugri spjallverjum þarna inni er Benedikt nokkur Warén.  Hann fer oft mikin í skrifum sínum og skýtur föstum skotum hingað og þangað.
En eitt var það sem ég rak augun í í skrifum Benedikt, en það er þar sem hann er að ræða um samgöngumál og spyr Arnbjörgu Sveinsdóttur um afstöðu hennar
til stefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í þeim málum. Þar beitir Benedikt Beinlínis lygi þegar hann segir:

  

 Hér á eftir fer ALLUR samgöngukaflinn eins og hann var á heimasíðu
Kristjáns Júlíussonar í baráttu sinni um þingsæti.

----------------------------------

"Samgöngumál

Ég tel bráðnauðsynlegt að halda áfram að bæta samgöngur innan kjördæmisins
og ekki síður milli þess og annarra landshluta. Hér bíða fjölmörg brýn
verkefni sem ég mun fjalla sérstaklega um annars staðar hér á vefsíðu
minni en margir munu kannast við baráttu mína fyrir hálendisvegi milli
Akureyrar og Reykjavíkur, Vaðlaheiðargöngum og flugsamgöngum milli
Akureyrar og Reykjavíkur og fyrir beinu flugi til útlanda frá Akureyri."

-http://austurlandid.is/?spjallbord=on&val5=on&umraeda=2

Þarna fer Benedikt bara hreinlega með ósannindi. Þessi kafli kemur hvergi fram á heimsasíðu Kristjáns Þórs. Aftur segir hann í undir ,,stefnumál´´
á síðu sinni :

Bættar samgöngur:

   * Hálendisvegur á milli Norður- og Suðurlands
   * Millilandaflug um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll
   * Jarðgöng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar
   * Vaðlaheiðargöng
   * Öflugra fjarskiptanet í kjördæminu

-http://stjaniblai.is/?m=page&f=viewPage&id=4

Ekki veit ég hvað vakir fyrir Benedikt með svona lygum og blekkingum. Það er lágmarkskrafa að mínu mati að þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega,
í umræðu um pólitík, fari með rétt og satt mál og hafi lágmarks staðreyndir á hreinu. Menn sem fara með svona fleypur, það bara hreinlega ekkert mark takandi


Útskýringu takk.....

Var að flakka um nokkrar blogg-síður áðan. M.a fór ég inná  www.eirikurgudmundsson.blog.is , en þar bloggar frambjóðandi Frjálslyndra í NA-kjördæmi. Þann 14. apríl talar hann um könnun sem þá var ný kominn fram og sýndi að oddviti Frjálslyndra, Sigurjón Þórðarsson, sé inni sem þingmaður fyrir kjördæmið. Fagnar han því vel og innilega og telur Frjálslynda eiga það skilið (sem er furðulegt) og finnur fyrir miklum byr í seglinn. Gott og vel ekki ætla ég að setja út á það, það er annað sem stakk mig mjög og það er þessi klása hérna:                       

   ,, Það sem mér finnst þó merkilegast við þessar niðurstöður er að Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að ná inn þremur mönnum í kjördæminu. Í þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum situr Ólöf Nordahl álversforstjórafrú, það veldur mér ákveðnum áhyggjum að kjósendur í þessu kjördæmi telji að það þjóni hagsmunum þess að hún nái kjöri til alþingis’’.  

Hvað er það sem veldur Eiríki svona miklum áhyggjum að Ólöf Nordal komist að? Það er góður siður, sem reyndar hefur alfarið gleymst að segja frjálslyndum frá, að menn útskýri orð sín og taki á þeim ábyrgð. Að mínu mati er þetta ákaflega ógeðfellt af hálfu Eiríks og hvorki honum né frjálslyndum til framdráttar, ekki reyndar frekar en annað sem þeir láta stundum út úr sér s.b málefni útlendinga ofl. En allavega ég skora á Eirík að segja okkur hinum það hvað það er sem er svona hættulegt við hina ágætu konu Ólöfu Nordal 

 

Linkur á færsluna:http://eirikurgudmundsson.blog.is/blog/eirikurgudmundsson/entry/177211/


22 dagar til kosninga

Það styttist óðum til kosninga. Einungis eru 22 dagar þar til kjördagur rennur upp. Eins og við var að búast eru flest framboð kominn fram, búinn að birta lista sína og kosningabarátta þeirra hafin. Eitt framboð sker sig þó úr að þessu leyti, en það er Íslandshreyfing Ómars Ragnarssonar. Ekki það að þau hafa fyrir margt löngu hafið kosningabaráttu sína, en eitthvað er það lítið sem fréttist af hverjir ætla að manna lista þessa ágæta flokks. Nú getur verið að ég hafi eitthvað verið að  misskilja málið, og biðst á forláts ef svo er, en ég hélt að það væri nú betra að berja saman lista áður en menn fara að koma fram með fullt af stefnumálum.  

Íslandshreyfingunni hefur reyndar tekist að berja saman 5 manna lista í Rvk. Kjördæmunum, Kraganum og NV. En eitthvað minna hefur farið fyrir lista hérna á norð-austri og svona þess utan þá þarf nú gott betur en fimm manneskjur til þess að bjóða fram löglegan lista. Þannig að maður spyr sig eiginlega hvort eitthvað sé að innan flokksins? Gengur illa að manna lista? Er ekki eins mikill áhugi fyrir öfga náttúruvernadar flokk eins og Ómar og félagar segja að sé?  

Þar að auki má benda á, eins og fleiri hafa reyndar gert, að eitthvað hefur gengið á í sambandi við val á leiðtoga flokksins í NV. Þar kom fram fyrir nokkru Helga Jónsdóttir og vildi taka þátt í umræðum oddvita í NV-kjördæmi sem væntanlegur leiðtogi Íslandshreyfingarinna. En eitthvað hefur nú gerst þar.  Vegna þess að í dag þegar ,,listi´´ flokksins var kynntur  sat í efsta sæti Pálína nokkur Vagnsdóttir, örugglega ágætis kona. Hinsvega sást hvegi til Helgu Jonsdóttur. Kannski að hún hafi verið með uppsteitt og farið fram á það Íslandshreyfiingin gæti a.m.k sett fram raunhæfar tölur um hvað kosningaloforð flokksins muna kosta, þ.á.m hini nýji alþjóðaflugvöllur á Vestfjörðum, svo ekki sé tala um að skattleysismörk verði hækkuð, í einum rykk uppí 150 þús. krónur


Hér er líf....

Long time... 

 

Jæja spurning um að fara að gera eitthvað núna eða bara að hætta þessu....

 Það er margt búið að gerast síðan síðast. Hæst ber sennilega Landsfundur sjálfstæðisflokksins sem hladinv var 12-15 apríl sl. Ég mætti að sjálfsögðu og það var alveg frábært. Hitti að sjálfsögðu fullt af góðum vinum héðan og þaðan af landinu og það sem meira er, eignaðist líka fullt af nýjum.  En fundurinn var ákaflega góður. Þar voru strengirnir stilltir saman, og tóninn sem kom út var bara mjög góður. Andrúmsloftið á fundinum var gott og allir fullir af bjartsýni og krafti fyrir komandi kosningar.

Við ungir náðum nokkrum mjög góðum málum í gegn. Má þar nefna

  • Lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár
  • Auglýsíngabanni á áfengi , tóbak ofl. neysluvörur verði fellt niður
  • Sala á áfengi verði gefinn frjáls (koma reyndar á landsfundi 2005 einnig)
  • ofl, ofl
Fyrstu tvær málsgreinarnar eru mjög stórir sigrar og sýna svo að ekki verði umvillst að SUS hefur mikil áhrif innan flokksins og rödd okkar er ekki bara lítið tíst eins og virðist því miður vera hjá öllum öðrum flokkum hér á landi. T.d  Ung vinstir græn sem í mínum augum virðiast hafa lítið annað hlutverk en að hella uppá kaffi í kosningamiðstöðum og kinka kolli við öllu því sem hinir eldri í flokknum hafa að segja. Ungt fólk í Sf hef ég nú bara hvorki séð eða heyrt í langan tíma og auglýsi hreinlega bara eftir þeim. Hef ekki trú á að það sé mikið eftir aaf ungum framsóknarmönnum (ekki miðað við fylgi allavega), og satt að segja veit ég ekki hvort ungliðahreyfing frjálslyndra sé til.

 Já það eru að koma kosningar. Núna eftir landsfund er maður alveg kominn í kosninga gírinn og tilbúinn að vinna af krafti til að tryggja sjálfstæðisflokknum góða kosningu. Í gær fór dagurinn allur í undirbúning fyrir kosningarnar. KL 14 hitti  ég ungliða úr kjördæminu auk formanns SUS Borgar Þór, á Egilsstöðum þar sem að við fórum yfir málin og starfið sem framundan er. Síðan var brunað niður á Reyðarfjörð og ég og Atli gerðum kosningaskrifstofuna klára fyrir oopnun sem var svo kl 20:30. Hún gekk vel. Það hefðu reybdar alveg mátt vera fleiri en engu að síður var þetta bara fínt. Kristján Þór, Arnbjörg, og Ólöf komu og ræddu við okkur og þá sem komu. Í allastaði fínt kvöld.

 

Heyrðu já að lokum. Ég er búinn að sækja um skóla. Guðfræðinn skal það vera næsta haust. Er farinn að hlakka til haustsins, takast á við nám að nýju. Er farið að klægja í puttana...

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Ég er.....

Þórður Vilberg Guðmundsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Kallaður Doddi svona dagsdaglega!

Reyðfirðingur, í húð og hár

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband