3.3.2007 | 00:06
Ég vinn á leikskóla!
Í nóvember á síðasta ári ákvað ég að gera svolítið sem mig hafði lengip langað til að gera. Þá sótti ég um starf á leikskólanum hérna í bænum, Lyngholti. Þetta var eitthvað sem hafði blundað í mér lengi að prófa að gera, og þegar ég ákvað að taka mér frí frá námi, eftir stúdentspróf í vor, ákvað ég bara að slá til.
Og ég fékk sko viðbrögð við þessu, vá.... ég sver að viðbrögðinn hefðu ekki verið svona mikil þó ég hefði ákveðið að gerast meðlimur í Vinstri grænum. Fólk stoppaði mig meirað segja út á götu og hrósaði mér fyrir þennan mikla kjark sem þetta hlyti að hafa kostað að gera þetta. Það var engu líkara en ENGINN karlmaður hefði nokkurn tíma unnið á leikskóla á allri plánetunni.
Ég verð að segja að ég skil ekki alveg hvað menn áttu við með að það þyrfti einhven sérstakan kjark til að fara að vinna á leikskóla, það er ekki eins og ég hafi sótt um vinnu við að fóðra krókódíla. Þetta er í raun ekkert ósvipað hverri annari vinnu, nema þá kannski helst að hún er miklu meira gefandi, og skemmtilegri. Þarna fær maður ekki bara að umgangast skemmtilega vinnufélaga, heldur eru einstaklingarnir sem þú ert að vinna með (börnin) alveg einstaklega skemmtileg og óþrjótandi uppspretta skemmtilega uppákoma á degi hverjum.
En svo voru auðvitað þeir til sem sögðu að ,,þetta hefði bara helvíti sniðugt, þægileg vinna, kostar enga krafta og þú kemur óþreyttur heim á kvöldinn'' En ónei, það er sko langt frá því að vera staðreynd. Oft þegar maður kemur heim er maður hreinlega bara dauðuppgefinn, ekki kannski líkamlega, en svona starf krefst þess að þú sért með heilann að störfum allan daginn, frá því þú mættir og þar til þú ferð heim. Auk þess þarftu; þolinmæði í RÍKU - mæli, athyglina 100% á því sem þú ert að gera, taka vel eftir og hlusta ofl. ofl. ofl.
Svo heyrði maður að sjálfsögðu líka fólk sem var svo hissa að karlmaður á besta aldri skyldi sækjast eftir því að vinna svona ,,kvennastarf´´. Í augum margra eru greinilega bara konur sem geta séð um börn. Karlmenn bara einfaldlega kunna það ekki. En hvernig er þetta inná heimilum, eru það þá bara konurnar sem sjá um börnin. Ónei, ég leyfir mér að fullyrða að á lengflestum heimilum í dag er það svo að karlar taka mikinn þátt í uppeldinu og enginn sér neitt að því. Er því þá ekki eins háttað á leikskólunum? Hvað er örðuvísi þar? Auðvitað veit ég að meirihuta kennara/leiðbeinanda á leikskólum landsins eru konur og svo verður áfram. En ég held að það sé ekkert nema gott og heilbrigt fyrir börnin þar að karlmenn séu þar líka.
En allavega, ég er ánægður að vinna þar sem ég er. Það er svo gaman að mæta í vinnuna og vita að það er enginn hætta á því að dagurinn í dag verði eins og dagurinn í gær. Þú ert alltaf að fást við ný og ný verkefni. Eitt er allavega víst að þegar dvöl minni á Lyngholti lýkur í haust þá verður þetta ár búið að gefa mér svon miklu meira í reynslubankan heldur en allar þær vinnur sem ég hef hingað til unnið. Og það sem meira er að ég hef fengið að kynnast fullt af nýju fólki, á öllum aldri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2007 | 22:55
Frjálslyndiflokkurinn ætlar sér greinilega stóra hluti í NA-Kjördæmi ;)
Ég er enn á lífi. Svona fyrir þá sem voru farnir að hada annað. Verð að fara að blogga héna oftar.
.........................................................................................................................................................
Heyrði áðan að Sigurjón Þórðarsson þingmaður Frjálslyndaflokksins ætlar að settjast í fyrsta sæti á lista flokksins í NA-kjördæmi. Sigurjón var annar á lista Frjálslyndra í NV-Kjördæmi fyrir kosningarnar 2003 og náði þá inn. Síðan þá hefur hann verið duglegur að koma í ræðustól á Alþingi, ásamt félögum sínum, og tala um allt og ekki neitt (aðalega ekki neitt). Nú er hann greinilega að færa sig svo að framsóknarkommúnistinn með frjálslyndahjartað, Kristinn H. Gunnarsson komist í annað sæti í NV. Þar að auki sjá Frjálslyndir sér leik á borði og senda eitt sitt ,,stærsta´´ nafn hingað austur til þess að reyna að hala inn einhver atkvæði, sem ekki hefur gengið alltof vel hingað til. Og mun að öllum líkindum ekkert ganga betur núna. Ég hef enga trú á að hin rasíski málflutningur þeirra í málefnum innflytjenda eigi eftir að gefa þeim mörg atkvæði hérna, en það virðist vera það eina sem þeir hafa fram að færa. Það spurning hvort að hann komi til með að berjast fyrir því að á Langanesi verði starfrækt einangrunarstöð þar sem þeir örfáu útlendingar sem hingað ættu að fá að koma (að mati Frjálslyndra) verði geymdir í eina sex mánuði, svo þeir beri nú örugglega enga hættulega sjúkdóma hingað til lands, og spilli alls ekki hinum hreina kynstofni okkar. Tja... maður spyr sig!!
En ég segi bara Sigurjón vertu velkominn í NA-Kjördæmi.
.............................................................................................................................................................
Að lokum vil ég svo óska Heimdellingum til hamingju með 80 ára afmæli félagsins. Það hefur örugglega verið haldinn góð veisla í kv-ld og ekki hefði nú verið leiðinlegt að vera þar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 22:48
Góð Ályktun frá SUS
Stjórn SUS sendi frá sér ályktun í dag, um hin fáránlega ,, samning´´ sem gerður var á milli ríkisstjórnarinnar og og Bændasamtaka Íslands. Í þeim samningi sendur meðal annars að íslensk suaðfjárrækt sé styrkt um litla 16 MILLJARÐA. Slíkar niðurgreiðslur á einni f ramleiðsuvöru í krafti skattmheimtu eiga auðvitað engan rétt á sér, enda finnst mér að slík forræðishyggja, sem í slíku er fólgin, sé hreinn og beinn glæpur. Það er náttúrulega algerlega fáránlegt að ríkið hyggli svona einni framleiðsugrein umfram aðra, og segi þar að auki að þetta sé allt með því markmiði að örva markaðsvitund bænda, og halda jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar.
Nei má ég þá frekar biðja um að Íslenskur landbúnaður verði losaður úr höftum miðstýríngar, að hann fá á blómastra á eigin verðleikum og, enda ætti bændastéttin að vera fullfær um að standa á eigin fótum. Og mun að mínu mati standa mun sterkarki þannig heldur en að vera mjólkuð á ríkisspenanum sí og æ. Þannig yrði komið á sönnu jafnvægi milli framleiðsu og eftirspurnar, og markaðsvitund bænda efld
Ungir sjálfstæðismenn gagnrýna sauðfjársamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2007 | 18:10
Áfram Ísland
Það er kannski orðið full langt á milli færsla hjá mér, en það er búið að vera mikið að gera hjá manni, og svo er HM auðvitað búið að vera í gangi.
Strákarnir OKKAR búinir að ná frábærum árángri, komnir í 8 liða úrslit. Það er í raun alveg ótrúlegt að svona fámenn þjóð eins og Ísland skuli eiga landslið i hópíþrótt í fremstu röð, og það ekkert í stuttan tíma, því Ísland er búið að vera ein af 15-20 sterkustu handboltaþjóðum heims í einhver 20 ár. En nú er bara að taka leikin á þriðjudaginn, sama hverjir andstæðingarnir verða, á góðum degi getum við unnið öll liði í heiminum ÁFRAM ÍSLAND JÓlafur: Mætum brjálaðir til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 16:14
Ályktun Hávarrs
Á stjórnarfundi Hávarrs, fus í Fjarðabyggð var samþykkt eftirfarandi ályktun á fimmtudag:
Að gefnu tilefni vill stjórn Hávarrs, félags ungra sjálfstæðismanna í
Fjarðabyggð, taka það fram að hvorki félagið né einstaka félagsmenn komu
að vali Andra Snæs Magnasonar til frelsisverðlauna SUS sem veitt voru
fyrir stuttu.
Hef svosem ekkert meira um þetta að segja. Ályktunin segir allt sem segja þarf um afstöðu okkar. Og er málinu þar með lokið af okkar hálfu
Telja handhafa frelsisverðlauna SUS ekki verðugan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2007 | 18:44
Í hvers konar flokk er Framsókn að breyttast?
Í gær þegar ég var að hlusta á kvöldfréttir útvarpsins, varð ég gersamlega orðlaus (og það gerist ekki oft) þegar að þulurinn las frétt þess efnis að Hjörleifur Hallgríms, sem hefur boðið sig fram i 3 sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar í vor, hefði sagt að ef hann fengi það sæti skylda hann styrkja húsbyggingarsjóð flokksins um 2 milljónir. Þessar 2 milljónir munu þó einunigs koma til ef hann fær þetta þriðja sæti. Hjörleifur taldi það vera af og frá að hægt væri að kalla þetta mútur, og ekki var annað að heyra á honum en að honum finndist þetta fullkomlega eðlilegt. Fyrir aðeins nokkrum vikum kom það líka uppúr dúrnum að Hjörleifur hafði keypt forsíðu blaðs sem kom út í kjördæminu til að kynna frambjóðendur og lét að sjálfsögðu smella þar stórri mynd af sjálfum sér.
Ég verð að segja að það ég er talsvert undrandi á því að hefa ekki heyrt nein viðbrögð frá forystumönnum flokksins gagnvart þessum vinnubrögðum, og ekki lítur út fyrir annað en að mönnum finnist þetta bara vera fullkomlega eðlilegt. Reyndar hafa einhverjir frambjóðendur látið í sér heyra, en forystan þegir þunnu hljóði um þetta allt.
Það er mín skoðun, og örugglega fleiri, að svona eigi náttúrulega ekki að geta liðiðst í lýðræðislega þenkjandi stjórnmálaflokkum. Svona vinnubrögð þykja kannski eðlileg ríkjum þar sem þróun lýðræðis er skammt á veg kominn en ekki hér á landi a.m.k. En svo getur vel verið að Framsóknarflokkurinn sé orðinn svo langt leyddur í því að ná sér í fylgi að þeir líti svo á að slæmt umtal sé bara skárra en ekki neitt umtal... hver veit?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 15:46
(8) Einu sinni, einu sinni enn (8)
Þá ætla ég að reyna enn einu sinni fyrir mér í blogginu og vona bara að það gangi betur heldur en í hin skiptin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 15:01
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)